Viðskipti innlent

Íslenskir forstjórar í 21. sæti

Það eru til forstjórar á Íslandi sem fá fleiri milljónir í laun á mánuði. Sjálfsagt finnst einhverjum það býsna gott. En íslenskir forstjórar eru ekki hálfdrættingar á við kollega sína í öðrum Evrópulöndum; verma 21. sætið yfir launahæstu forstjórana í álfunni. Mikið hefur verið rætt um ofurlaun íslenskra forstjóra að undanförnu. Í svissnesku riti sem fjallar um samkeppnishæfni í Evrópu kemur fram að íslenskir forstjórar eru númer 21 yfir launahæstu forstjórana en meðal laun þeirra hér á landi eru 565 þúsund krónur samkvæmt rannsókninni en fara þó upp í góðar tíu milljónir og hafa margir fussað yfir þeim tölum. Ofar á listanum eru meðal annars Danmörk og Noregur. Þó verður að taka tillit til þess að skattar eru afar mismunandi í þessum löndum og eru stórfyrirtækin hér á landi flest hver mun minni en gengur og gerist erlendis. Það lítur þó út fyrir að laun forstjóra hér á landi séu ekki út úr korti eins og talað hefur verið um, miðað við það sem gengur og gerist annars staðar, nema síður sé. Pétur Blöndal segir það hlutverk eigenda fyrirtækja að meta það hvort forstjórarnir séu með góð laun eða ekki. Þá sé það spurningin hvort hluthafarnir eða eigendur fyrirtækjanna fái þá stjórnun sem sé mun betri en ellla. Pétur segir laun stjórnenda hér á landi ekki óeðlileg. Stjórnun hafi verið mjög vanmetin á Íslandi og það enduspeglist í því að laun forstjóra hafi ekki verið mjög há hingað til enda hafi þeir ekki setið á völtum stólum. Hann telji þó að þetta sé að breytast, menn séu að átta sig á gildi góðrar stjórnunar fyrir allt fyrirtækið og aðra starfsmenn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×