Hótar að vísa mótmælendum úr landi 11. ágúst 2005 00:01 Á þriðja tug útlendinga sem staðið hafa í mótmælum á Austurlandi í sumar gæti verið á heimleið. Útlendingastofnun hótar að vísa fólkinu úr landi en það fær viku til að andmæla. Niðurstöður Útlendingastofnunar vegna mótmælendanna á Austurlandi voru sendar embætti Ríkislögreglustjóra til birtingar í dag. Niðurstöðurnar varða 21 útlending. Vitað er að þeir tólf, sem sýslumaðurinn á Eskifirði, krafðist að vísað yrði úr landi eru í hópnum en hverjir hinir níu eru er óljóst. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra verða fólkinu líklega ekki birtar niðurstöðurnar í dag heldur á morgun eða næstu daga. Sá fyrirvari að fólkinu verði hugsanlega vísað úr landi þýðir að Útlendingastofnun sé að íhuga að vísa þeim úr landi en sé ekki búin að taka endanlega ákvörðun um það. Mótmælendurnir fá svo eina viku til að mótmæla þessari íhugun um brottvísun. Þegar sýslumaðurinn á Seyðisfirði krafðist að tveimur mönnum og einni konu yrði vísað á brott eftir mótmæli við Kárahnjúka í lok júlí var því hafnað. Ekki þóttu vera fyrir hendi lagaheimildir til að vísa fólkinu úr landi og munaði þar mestu um að það væri íbúar á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Í byrjun ágúst fór svo sýslumaðurinn á Seyðisfirði fram á að tólf manns sem töfðu byggingu álvers í Reyðarfirði yrði vísað brott. Taldi sýslumaður meiri möguleika á að það bæri erindi sem erfiði meðal annars vegna þess að í einhverjum tilfellanna var um ítrekunaráhrif að ræða. Auk þess átti að liggja nákvæmar fyrir hverjir hefðu gert hvað. Þeim sem verður vísað brott mega ekki koma til Íslands næstu þrjú árin. Ekki náðist í mótmælendurna nú rétt fyrir fréttir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Á þriðja tug útlendinga sem staðið hafa í mótmælum á Austurlandi í sumar gæti verið á heimleið. Útlendingastofnun hótar að vísa fólkinu úr landi en það fær viku til að andmæla. Niðurstöður Útlendingastofnunar vegna mótmælendanna á Austurlandi voru sendar embætti Ríkislögreglustjóra til birtingar í dag. Niðurstöðurnar varða 21 útlending. Vitað er að þeir tólf, sem sýslumaðurinn á Eskifirði, krafðist að vísað yrði úr landi eru í hópnum en hverjir hinir níu eru er óljóst. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra verða fólkinu líklega ekki birtar niðurstöðurnar í dag heldur á morgun eða næstu daga. Sá fyrirvari að fólkinu verði hugsanlega vísað úr landi þýðir að Útlendingastofnun sé að íhuga að vísa þeim úr landi en sé ekki búin að taka endanlega ákvörðun um það. Mótmælendurnir fá svo eina viku til að mótmæla þessari íhugun um brottvísun. Þegar sýslumaðurinn á Seyðisfirði krafðist að tveimur mönnum og einni konu yrði vísað á brott eftir mótmæli við Kárahnjúka í lok júlí var því hafnað. Ekki þóttu vera fyrir hendi lagaheimildir til að vísa fólkinu úr landi og munaði þar mestu um að það væri íbúar á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Í byrjun ágúst fór svo sýslumaðurinn á Seyðisfirði fram á að tólf manns sem töfðu byggingu álvers í Reyðarfirði yrði vísað brott. Taldi sýslumaður meiri möguleika á að það bæri erindi sem erfiði meðal annars vegna þess að í einhverjum tilfellanna var um ítrekunaráhrif að ræða. Auk þess átti að liggja nákvæmar fyrir hverjir hefðu gert hvað. Þeim sem verður vísað brott mega ekki koma til Íslands næstu þrjú árin. Ekki náðist í mótmælendurna nú rétt fyrir fréttir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira