Tugmilljóna útgjöld vegna mótmæla 5. ágúst 2005 00:01 Kostnaður vegna mótmæla við Kárahnjúka og á Reyðarfirði hleypur á tugum milljóna króna. Hluti kostnaðarins fellur á íslenska ríkið og gæti Ríkislögreglustjóri mögulega þurft aukafjárveitningu vegna þessa. Mótmælendur hafa í tvígang stöðvað vinnu við Kárahnjúka með því að hlekkja sig við vinnutæki. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, lögmanns Impregilo, er kostnaður vegna vinnutapsins á annan tug milljóna króna. Þórarinn segir hæpið að krafa verði gerð á Landsvirkjun vegna tapsins en sú staða gæti komið upp verði um mikið meira vinnutap að ræða, en Landsvirkjun er að hálfu í eigu ríkisins. Í gær stöðvuðu mótmælendur svo álversframkvæmdir í Reyðarfirði og var áætlað að átta milljónir króna hefðu tapast vegna tafanna. Ljóst er að kostnaðurinn vegna vinnutapsins á Reyðarfirði fellur á Bechtel sem hugsanlega getur gert kröfu á Alcoa sem fyrirtækið reisir álverið fyrir. Embætti Ríkislögreglustjóra hefur sent fjölda lögreglumanna austur vegna mótmælanna og segir Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri að þetta hafi í för með sér verulegan kostnað fyrir embættið. Í heild gæti löggæslukostnaður því hlaupið á milljónum króna en það hefur þó ekki verið tekið nákvæmlega saman enn sem komið er. Þórir segir vel haldið utan um þessar upplýsingar og ef upphæðin verði hærri en fjárveiting embættisins leyfi gæti þurft að leita eftir auka fjárveitingu frá stjórnvöldum. Í tilkynningu frá aðstandendum mótmælanna segir að aðgerðin sé ein af mörgum sem ráðist verði í gegn Alcoa og öðrum fyrirtækjum á sama sviði á Íslandi og víðar um heim. Sýslumaðurinn á Eskifirði mun trúlega í kvöld senda erindi til Útlendingastofnunar og fara fram á að einhverjum mótmælendanna verði vísað úr landi. Unnið var að því seinni partinn í dag að fara yfir hverjir þeirra hefðu áður verið handteknir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Kostnaður vegna mótmæla við Kárahnjúka og á Reyðarfirði hleypur á tugum milljóna króna. Hluti kostnaðarins fellur á íslenska ríkið og gæti Ríkislögreglustjóri mögulega þurft aukafjárveitningu vegna þessa. Mótmælendur hafa í tvígang stöðvað vinnu við Kárahnjúka með því að hlekkja sig við vinnutæki. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, lögmanns Impregilo, er kostnaður vegna vinnutapsins á annan tug milljóna króna. Þórarinn segir hæpið að krafa verði gerð á Landsvirkjun vegna tapsins en sú staða gæti komið upp verði um mikið meira vinnutap að ræða, en Landsvirkjun er að hálfu í eigu ríkisins. Í gær stöðvuðu mótmælendur svo álversframkvæmdir í Reyðarfirði og var áætlað að átta milljónir króna hefðu tapast vegna tafanna. Ljóst er að kostnaðurinn vegna vinnutapsins á Reyðarfirði fellur á Bechtel sem hugsanlega getur gert kröfu á Alcoa sem fyrirtækið reisir álverið fyrir. Embætti Ríkislögreglustjóra hefur sent fjölda lögreglumanna austur vegna mótmælanna og segir Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri að þetta hafi í för með sér verulegan kostnað fyrir embættið. Í heild gæti löggæslukostnaður því hlaupið á milljónum króna en það hefur þó ekki verið tekið nákvæmlega saman enn sem komið er. Þórir segir vel haldið utan um þessar upplýsingar og ef upphæðin verði hærri en fjárveiting embættisins leyfi gæti þurft að leita eftir auka fjárveitingu frá stjórnvöldum. Í tilkynningu frá aðstandendum mótmælanna segir að aðgerðin sé ein af mörgum sem ráðist verði í gegn Alcoa og öðrum fyrirtækjum á sama sviði á Íslandi og víðar um heim. Sýslumaðurinn á Eskifirði mun trúlega í kvöld senda erindi til Útlendingastofnunar og fara fram á að einhverjum mótmælendanna verði vísað úr landi. Unnið var að því seinni partinn í dag að fara yfir hverjir þeirra hefðu áður verið handteknir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira