Háspennulína sörguð í sundur
Háspennulína í Hallsteinsdal, skammt frá Skriðdal, þar sem mótmælendur hafa haldið til í tjöldum, var í nótt sörguð í sundur. Þeir sem hafa orðið varir við mannaferðir í Hallsteinsdal eru beðnir um að láta lögregluna á Egilsstöðum vita.