Viðskipti innlent

855 milljóna tap deCode

MYND/Vísir
Tap deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, nam 855 milljónum íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs og var óbreytt frá sama tímabili í fyrra. Fyrstu sex mánuði ársins nam tap félagsins tæpum tveimur milljörðum króna en stjórnendur fyrirtækisins segja aukin útgjöld vegna lyfjaþróunarverkefna ástæðuna fyrir tapinu. Í lok uppgjörstímabilsins var handbært fé fyrirtækisins ellefu milljarðar króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×