Viðskipti innlent

Össur fjárfestir í Bandaríkjunum

Össur hf. hefur keypt bandaríska fyrirtækið Royce Medical Holding fyrir fjórtán milljarða króna. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á stuðningstækja á borð við hálskraga og spelkur. Þetta er lang stærsta yfirtaka Össurar til þessa og með þessu eykur félagið verulega vægi stuðningstækja í rekstrinum, við hlið stoðtækjanna. Að sögn Jóns Sigurðssonar forstjóra Össurar falla rekstur og vörur fyrirtækjanna mjög vel saman og sölukerfi hvors félags nýtur hins. Kaupþing banki mun hafa umsjón með fjármögnun kaupanna og verður meðal annars gefið út nýtt hlutafé í félaginu í haust.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×