Schalke sigraði Werder Bremen

Schalke sigraði Werder Bremen í undanúrslitum í þýsku deildabikarkeppninni 2-1 í kvöld að viðstöddum tæplega 60 þúsund áhorfendum á heimavelli sínum. Mörk Schalke gerðu Ebbe Sand og Zlata Bajramovic en mark Werder Bremen gerði Valdez. Schalke mætir Stuttgart í úrslitum deildabikarsins á laugardaginn.