Viðskipti innlent

Skylda að sinna landbúnaði

Þeir sem bjóða í Lánasjóð landbúnaðarins verða að lofa að sinna landbúnaðinum sérstaklega. Einkavæðingarnefnd annast söluna á eignum sjóðsins og yfirtöku helstu skulda hans. Tilboðsgjafar skulu vera traust fjármálafyrirtæki sem lofa að yfirtaka skuldbindingar sjóðsins, sem eru í langflestum tilfellum með ríkisábyrgð, og standa við lánsloforð hans. Þeir heita því með tilboði sínu að íþyngja ekki skuldurum með vaxtahækkunum eða breytingum á kjörum skuldabréfanna, uppgreiðsluheimild haldist og kappkostað verði að veita landbúnaðinum öllum fjármálaþjónustu á viðskiptalegum grundvelli. Á síðasta Búnaðarþingi var lögð rík áhersla á slíka tryggingu þótt sjóðurinn yrði lagður niður í þeirri mynd sem hann hefur verið. Lánasjóður landbúnaðarins þykir ekki stór sjóður; eigið fé hans er ríflega þrír milljarðar króna. Tilboðsfrestur er til 5. ágúst.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×