Sport

Coleman vill Hartson

Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, hefur viðurkennt að hann muni líklega ekki hafa efni á að kaupa sér óskaframherja sinn þegar Andy Cole fer frá félaginu eins og allt útlit er fyrir á næstu dögum. Coleman er mjög hrifinn af framherjanum John Hartson hjá Glasgow Celtic, en viðurkennir að líklega verði hann of dýr. Coleman segist þurfa að finna reyndann sóknarmann og því var Hartson ofarlega á óskalista hans. "Ég get skilið að mörg lið séu á höttunum eftir Hartson, en ég held að hann sé allt of dýr fyrir okkur og því held ég að við getum aldrei nælt í hann",sagði Coleman um leikmann ársins í skosku úrvalsdeildinni. Tíðindi um hugsanleg kaup Colemans á Hartson hljóma ekki vel í eyrum íslenskra knattspyrnuáhugamanna því koma hans gæti þýtt að Heiðar Helguson fengi minni spilatíma hjá félaginu. Fyrir hjá Fulham eru framherjarnir, Collins John, Luis Boa Morte, Brian McBride, Tomas Radzinski og þá er Andy Cole en hjá félaginu hann er líklega á förum eins og fyrr segir. Þá hefur félagið einnig verið orðað við tékkneska framherjan í liði Borussia Dortmund, Jan Koller.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×