Nálægt því að vera lögbrot 16. júlí 2005 00:01 "Ég veit ekki hvort forráðamenn Nóatúns hafa skoðað lögin náið en öll veiting áfengis án leyfis er bönnuð og þessi svokallaða gjöf þeirra fellur að mínu mati undir það," segir Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð í fíkniefnum. Hann segir þá ákvörðun Nóatúns að gefa bjór með hverju seldu gasgrilli sé ansi nálægt því að vera lögbrot en verslunin tilkynnti í gær að bjórgjöfunum yrði hætt samkvæmt kröfum Lögreglunnar í Reykjavík. Talsvert seldist af viðkomandi gasgrillum hjá versluninni en í kaupbæti var bæði gos og talsvert magn bjórs og voru rök Nóatúnsmanna þau að engin ákvæði væru í lögum um að ekki mætti gefa bjór. Er það enn sem komið er óljóst hvort svo er en lögreglan hyggst fá úr því skorið eftir helgina. Guðni segir þetta eðlilegt framhald á þeim auglýsingum sem birtst hafa með æ grófari hætti undanfarna mánuði og átelur þær stofnanir sem eftirlit eiga að hafa fyrir aðgerðaleysi. "Hér birtist hver auglýsingin á fætur annarri þar sem áfengi er auglýst án athugasemda frá til dæmis Lýðheilsustöð og því er kannski eðlilegt að verslunareigendur færi sig upp á skaftið eins og gerist í þessu tilfelli Nóatúns. Ég skal ekki fullyrða að um lögbrot sé að ræða enda hefur slíkt prófmál aldrei farið fyrir dómstóla og því telja menn sig geta túlkað áfengislögin með sínum hætti." Fræðslumiðstöðin hefur komið athugasemdum sínum vegna áfengisauglýsinga á framfæri við dómsmálaráðherra sem hefur látið þau orð falla að lögin standist og ekki sé hægt að túlka þau eftir höfði hvers og eins. Björn Bjarnason svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna þessa þegar eftir því var leitað. Kristinn Skúlason, markaðsstjóri Nóatúns, sagði verslunina ekki hafa í hyggju að brjóta lög og því hefði verið auðsótt að fjarlægja bjórinn úr verslununum. "Nú fylgjumst við með hvað verður enda stendur okkar hugur til að bjóða almenningu léttvín og bjór í verslunum og kannski verður þetta til að auka almenna umræðu um þessi mál." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
"Ég veit ekki hvort forráðamenn Nóatúns hafa skoðað lögin náið en öll veiting áfengis án leyfis er bönnuð og þessi svokallaða gjöf þeirra fellur að mínu mati undir það," segir Guðni R. Björnsson, verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð í fíkniefnum. Hann segir þá ákvörðun Nóatúns að gefa bjór með hverju seldu gasgrilli sé ansi nálægt því að vera lögbrot en verslunin tilkynnti í gær að bjórgjöfunum yrði hætt samkvæmt kröfum Lögreglunnar í Reykjavík. Talsvert seldist af viðkomandi gasgrillum hjá versluninni en í kaupbæti var bæði gos og talsvert magn bjórs og voru rök Nóatúnsmanna þau að engin ákvæði væru í lögum um að ekki mætti gefa bjór. Er það enn sem komið er óljóst hvort svo er en lögreglan hyggst fá úr því skorið eftir helgina. Guðni segir þetta eðlilegt framhald á þeim auglýsingum sem birtst hafa með æ grófari hætti undanfarna mánuði og átelur þær stofnanir sem eftirlit eiga að hafa fyrir aðgerðaleysi. "Hér birtist hver auglýsingin á fætur annarri þar sem áfengi er auglýst án athugasemda frá til dæmis Lýðheilsustöð og því er kannski eðlilegt að verslunareigendur færi sig upp á skaftið eins og gerist í þessu tilfelli Nóatúns. Ég skal ekki fullyrða að um lögbrot sé að ræða enda hefur slíkt prófmál aldrei farið fyrir dómstóla og því telja menn sig geta túlkað áfengislögin með sínum hætti." Fræðslumiðstöðin hefur komið athugasemdum sínum vegna áfengisauglýsinga á framfæri við dómsmálaráðherra sem hefur látið þau orð falla að lögin standist og ekki sé hægt að túlka þau eftir höfði hvers og eins. Björn Bjarnason svaraði ekki fyrirspurnum blaðsins vegna þessa þegar eftir því var leitað. Kristinn Skúlason, markaðsstjóri Nóatúns, sagði verslunina ekki hafa í hyggju að brjóta lög og því hefði verið auðsótt að fjarlægja bjórinn úr verslununum. "Nú fylgjumst við með hvað verður enda stendur okkar hugur til að bjóða almenningu léttvín og bjór í verslunum og kannski verður þetta til að auka almenna umræðu um þessi mál."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira