Viðskipti innlent

Bréf í deCode hækkandi

Gengi bréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar hafa hækkað úr 5,5 dollurum á hlut í byrjun apríl upp í rúma tíu dollara, sem er hátt í tvöföldun. Þau hafa reyndar áður komist í tíu dollara og þar yfir, og enn er langt í að þau nái því hámarki sem þau komust í á gráa markaðnum hér á landi, rétt áður en þau voru skráð í kauphöll vestra. Þá gekk hluturinn á rúmlega 60 dollara, eða á sexfalt hærra verði en núna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×