Grunur um morð á Íslendingi 12. júlí 2005 00:01 Grunur leikur á um að Íslendingur um fertugt hafi verið myrtur í Jóhannesarborg í Suður-Afríku að því er haft er eftir lögreglu þar. Hann er sagður hafa búið þar í 10 ár, en til hans hafði ekki spurst í fimm vikur. Lík mannsins, sem enn hafa ekki verið borin kennsl á, fannst í Boksburg í nágrenni borgarinnar síðasta sunnudag falið í ruslatunnu og hulið steypu þannig að aðeins sá í fæturna. 28 ára gamall maður og 43 ára gömul kona hafa verið handtekin í tengslum við rannsókn málsins, að því er fjölmiðlar ytra greina frá. Tunnan fannst í bakgarði leigusala mannsins. Maðurinn bað leigusalann að geyma tunnuna og þóttist vera að gera tilraunir með ólíkar steyputegundir. Á fréttavefnum News24.com er haft eftir lögreglu að maðurinn hafi líklega verið rændur og svo myrtur, en hann mun hafa haft nokkuð fé handbært eftir að hafa selt íbúð í Jóhannesarborg. Parið, sem komist hafi í kynni við manninn einhverju áður, hafi boðist til að skutla honum á alþjóðaflugvöllinn í Jóhannesarborg, en vinir hans undruðust ekki um hann þessar fimm vikur, því þeir töldu að hann hafi farið að heimsækja ættingja á Íslandi. Utanríkisráðuneytið hefur, að sögn Alberts Jónssonar sendiherra, beðið aðalræðismann landsins í Jóhannesarborg að afla fregna um líkfundinn hjá lögreglu ytra. Þá sendi alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra í gær fyrirspurn til lögregluyfirvalda í Suður-Afríku vegna málsins. "Ef um Íslending er að ræða sem ráðinn hefur verið bani er eðlilegt að við köllum eftir upplýsingum frá lögregluyfirvöldum, en fáum ekki okkar fregnir bara í blöðunum," segir Þórir Oddsson, vararíkislögreglustjóri og yfirmaður alþjóðadeildar. Hann segir oft samstarf milli embættisins og utanríkisráðuneytisins við aðstæður sem þessar og taldi ekki ólíklegt að ættingjar fertugra Íslendinga í Suður-Afríku gæfu sig fram eftir fréttaflutning af málinu. Parið sem er í haldi suðurafríkönsku lögreglunnar verður leitt fyrir dómara í Boksburg í dag, en í dag stendur einnig til að kryfja líkið til að grafast fyrir um dánarorsök Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Grunur leikur á um að Íslendingur um fertugt hafi verið myrtur í Jóhannesarborg í Suður-Afríku að því er haft er eftir lögreglu þar. Hann er sagður hafa búið þar í 10 ár, en til hans hafði ekki spurst í fimm vikur. Lík mannsins, sem enn hafa ekki verið borin kennsl á, fannst í Boksburg í nágrenni borgarinnar síðasta sunnudag falið í ruslatunnu og hulið steypu þannig að aðeins sá í fæturna. 28 ára gamall maður og 43 ára gömul kona hafa verið handtekin í tengslum við rannsókn málsins, að því er fjölmiðlar ytra greina frá. Tunnan fannst í bakgarði leigusala mannsins. Maðurinn bað leigusalann að geyma tunnuna og þóttist vera að gera tilraunir með ólíkar steyputegundir. Á fréttavefnum News24.com er haft eftir lögreglu að maðurinn hafi líklega verið rændur og svo myrtur, en hann mun hafa haft nokkuð fé handbært eftir að hafa selt íbúð í Jóhannesarborg. Parið, sem komist hafi í kynni við manninn einhverju áður, hafi boðist til að skutla honum á alþjóðaflugvöllinn í Jóhannesarborg, en vinir hans undruðust ekki um hann þessar fimm vikur, því þeir töldu að hann hafi farið að heimsækja ættingja á Íslandi. Utanríkisráðuneytið hefur, að sögn Alberts Jónssonar sendiherra, beðið aðalræðismann landsins í Jóhannesarborg að afla fregna um líkfundinn hjá lögreglu ytra. Þá sendi alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra í gær fyrirspurn til lögregluyfirvalda í Suður-Afríku vegna málsins. "Ef um Íslending er að ræða sem ráðinn hefur verið bani er eðlilegt að við köllum eftir upplýsingum frá lögregluyfirvöldum, en fáum ekki okkar fregnir bara í blöðunum," segir Þórir Oddsson, vararíkislögreglustjóri og yfirmaður alþjóðadeildar. Hann segir oft samstarf milli embættisins og utanríkisráðuneytisins við aðstæður sem þessar og taldi ekki ólíklegt að ættingjar fertugra Íslendinga í Suður-Afríku gæfu sig fram eftir fréttaflutning af málinu. Parið sem er í haldi suðurafríkönsku lögreglunnar verður leitt fyrir dómara í Boksburg í dag, en í dag stendur einnig til að kryfja líkið til að grafast fyrir um dánarorsök
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira