Stjórnandi sambýlis stal frá íbúum 4. júlí 2005 00:01 Lögregla rannsakar meintan þjófnað fyrrverandi stjórnanda sambýlis fyrir fatlaða í Reykjavík. Konan sem um ræðir stýrði heimilinu í tæpt ár, en talið er að hún hafi skrifað matvæli og aðrar vörur til eigin neyslu, á reikning heimilisins í fjölda verslana. Til að fela eigin útgjöld er konan talin hafa skorið niður í aðföngum til íbúa heimilisins, en fötlun þeirra er slík að þeir geta ekki sjálfir komið umkvörtunum á framfæri. Mánaðarleg húsaleiga íbúanna á að standa undir rekstri heimilisins. Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, segir að ákveðið hafi verið að kæra konuna til lögreglu í lok apríl að undangenginni innanhússrannsókn svæðisskrifstofunnar. Hann sagðist ekki telja játningu liggja fyrir og áréttaði að málið væri enn í rannsókn lögreglu. "Það var eitt ákveðið atvik sem benti á að ekki væri allt með felldu og leiddi til þess að athugun fór í gang," segir Jón Heiðar, en annars mun svæðisskrifstofan vera með sitt eigið eftirlit með útgjöldum sambýla. Þá segir hann heimilissjóði vera eftirlitsskylda hjá Ríkisendurskoðun. Ekki er ljóst hve lengi meint misferli kann að hafa átt sér stað, en grunur leikur á að það hafi verið mánuðum saman. Aðstandendum hafi verið gert viðvart eins fljótt og auðið var, að sögn Jóns Heiðars, en þeir séu að vonum slegnir yfir atburðum. Þá segir hann að skoðað verði hvernig bæta megi íbúum sambýlisins skaðann, en Reykjavíkurborg fór þá leið í svipuðu máli nýverið. "Það verður gert upp þegar hlutirnir liggja betur fyrir," segir hann. Konan sem um ræðir stýrði áður sambærilegu sambýli í Hafnarfirði í um það bil ár. Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, segir að eftir að mál konunnar komst upp í Reykjavík hafi verið farið ofan í allt bókhald þann tíma sem hún starfaði þar, en sú skoðun hafi ekki leitt neitt óeðlilegt í ljós. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Lögregla rannsakar meintan þjófnað fyrrverandi stjórnanda sambýlis fyrir fatlaða í Reykjavík. Konan sem um ræðir stýrði heimilinu í tæpt ár, en talið er að hún hafi skrifað matvæli og aðrar vörur til eigin neyslu, á reikning heimilisins í fjölda verslana. Til að fela eigin útgjöld er konan talin hafa skorið niður í aðföngum til íbúa heimilisins, en fötlun þeirra er slík að þeir geta ekki sjálfir komið umkvörtunum á framfæri. Mánaðarleg húsaleiga íbúanna á að standa undir rekstri heimilisins. Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, segir að ákveðið hafi verið að kæra konuna til lögreglu í lok apríl að undangenginni innanhússrannsókn svæðisskrifstofunnar. Hann sagðist ekki telja játningu liggja fyrir og áréttaði að málið væri enn í rannsókn lögreglu. "Það var eitt ákveðið atvik sem benti á að ekki væri allt með felldu og leiddi til þess að athugun fór í gang," segir Jón Heiðar, en annars mun svæðisskrifstofan vera með sitt eigið eftirlit með útgjöldum sambýla. Þá segir hann heimilissjóði vera eftirlitsskylda hjá Ríkisendurskoðun. Ekki er ljóst hve lengi meint misferli kann að hafa átt sér stað, en grunur leikur á að það hafi verið mánuðum saman. Aðstandendum hafi verið gert viðvart eins fljótt og auðið var, að sögn Jóns Heiðars, en þeir séu að vonum slegnir yfir atburðum. Þá segir hann að skoðað verði hvernig bæta megi íbúum sambýlisins skaðann, en Reykjavíkurborg fór þá leið í svipuðu máli nýverið. "Það verður gert upp þegar hlutirnir liggja betur fyrir," segir hann. Konan sem um ræðir stýrði áður sambærilegu sambýli í Hafnarfirði í um það bil ár. Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, segir að eftir að mál konunnar komst upp í Reykjavík hafi verið farið ofan í allt bókhald þann tíma sem hún starfaði þar, en sú skoðun hafi ekki leitt neitt óeðlilegt í ljós.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent