Jón Gerald í meiðyrðamál 2. júlí 2005 00:01 "Ég hafði ekki séð ákæruna þegar ég vann álitsgerðina, bara þau skjöl málsins sem voru tiltæk þann 8. júní og var það nægilegt til þess að meta málsatvik. Ég stend við hvert orð sem stendur í álitsgerðinni og vil ekki tjá mig frekar um málið því ég ætlast til þess að það fari fram fyrir dómsstólum en ekki í fjölmiðlum," segir Jónatan Þórmundson lagaprófessor um álitsgerð sem hann samdi að beiðni Baugs Group hf.. Álitsgerðin fjallar um rannsókn Ríkislögreglustjóra á málefnum fyrirtækisins en ákæra í 40 liðum á hendur sex manns tengdum Baugi var gefin út á föstudag. Í álitsgerðinni segir Jónatan litlar líkur á að sexmenningarnir verði sakfelldir vegna auðgunarbrota en að líklegt sé að Baugur blási til málssóknar á hendur ríkinu og rökstyður Jónatan þá skoðun sína í þremur liðum og eru þau helstu að óeðlilega mikið samkrulll hafi verið milli rannsóknar-og ákæruvalds við rannsókn málsins. Auk þess segir Jónatan í álitsgerðinni að við upphaf rannsóknar á Baugsmálinu hafi allt byggst "á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings, sem bersýnilega bar keim af hefndaraðgerð." Þessi ummæli Jónatans vísa til Jóns Gerald Sullenberger sem lagði fram kæru á hendur Baugi í ágúst 2002. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær kom svo fram að Jón Gerald ætlar að höfða mál á hendur Jónatani vegna þessara ummæla. Áður hafði Jón Gerald tilkynnt að hann ætlaði í skaðabótamál við forstjóra Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, vegna rofs Jóns Ásgeirs á samkomulagi um fjölmiðlabindindi sem þeir gerðu sín á milli á meðan rannsókn á málefnum Baugs stæði yfir. Jónatan Þórmundsson vildi ekki tjá sig um það á hvaða upplýsingum hann byggði efnistök álitsgerðarinnar eða ummæli sín um Jón Gerald. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Jón Gerald ekki búinn að ráða sér lögmann vegna þessara mála. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Sjá meira
"Ég hafði ekki séð ákæruna þegar ég vann álitsgerðina, bara þau skjöl málsins sem voru tiltæk þann 8. júní og var það nægilegt til þess að meta málsatvik. Ég stend við hvert orð sem stendur í álitsgerðinni og vil ekki tjá mig frekar um málið því ég ætlast til þess að það fari fram fyrir dómsstólum en ekki í fjölmiðlum," segir Jónatan Þórmundson lagaprófessor um álitsgerð sem hann samdi að beiðni Baugs Group hf.. Álitsgerðin fjallar um rannsókn Ríkislögreglustjóra á málefnum fyrirtækisins en ákæra í 40 liðum á hendur sex manns tengdum Baugi var gefin út á föstudag. Í álitsgerðinni segir Jónatan litlar líkur á að sexmenningarnir verði sakfelldir vegna auðgunarbrota en að líklegt sé að Baugur blási til málssóknar á hendur ríkinu og rökstyður Jónatan þá skoðun sína í þremur liðum og eru þau helstu að óeðlilega mikið samkrulll hafi verið milli rannsóknar-og ákæruvalds við rannsókn málsins. Auk þess segir Jónatan í álitsgerðinni að við upphaf rannsóknar á Baugsmálinu hafi allt byggst "á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings, sem bersýnilega bar keim af hefndaraðgerð." Þessi ummæli Jónatans vísa til Jóns Gerald Sullenberger sem lagði fram kæru á hendur Baugi í ágúst 2002. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær kom svo fram að Jón Gerald ætlar að höfða mál á hendur Jónatani vegna þessara ummæla. Áður hafði Jón Gerald tilkynnt að hann ætlaði í skaðabótamál við forstjóra Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, vegna rofs Jóns Ásgeirs á samkomulagi um fjölmiðlabindindi sem þeir gerðu sín á milli á meðan rannsókn á málefnum Baugs stæði yfir. Jónatan Þórmundsson vildi ekki tjá sig um það á hvaða upplýsingum hann byggði efnistök álitsgerðarinnar eða ummæli sín um Jón Gerald. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Jón Gerald ekki búinn að ráða sér lögmann vegna þessara mála.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Sjá meira