Tugir látast úr blóðeitrun árlega 30. júní 2005 00:01 Áætlað er að 50 - 60 Íslendingar hafi látist árlega á undanförnum árum af völdum blóðeitrunar, öðru nafni sýklasóttar, að sögn Ölmu D. Möller yfirlæknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Dánartíðni hefur aukist samhliða því að tilfellum hefur fjölgað. Þessi vandi er eitt viðfangsefna á þingi norrænna svæfinga- og gjörgæslulækna, sem nú er haldið í Reykjavík. Þingið sitja yfir 1000 þátttakendur frá 42 þjóðum. Fyrirlesarar eru yfir 100 talsins frá tólf löndum. Sýklasóttin, eins og fagfólk í heilbrigðisgeiranum kallar blóðeitrunina, er alvarlegur sjúkdómur með háa dánartíðni og fer tilfellum fjölgandi. Til marks um það þá, látast fleiri af hennar völdum á vesturlöndum heldur en úr brjósta- og ristilkrabbameinum samanlagt. Alþjóðlegt átak er hafið þar sem leitast er við að bæta og hraða greiningu og meðferð á sýklasótt, að sögn Ölmu, jafnframt því að auka þekkingu lækna og almennings á sjúkdómnum. "Þetta er það sem kallað var blóðeitrun í gamla daga," segir Alma. "Sýkingin getur orðið ef einhver stingur sig, til að mynda á ryðguðum nagla og síðan kemur rák. En hún getur líka komið út frá lungnabólgu, liðsýkingum, þvagfærasýkingum og fleiri sýkingum. Þess vegna viljum við breyta nafninu í sýklasótt." Spurð hvort þessi aukning sýklasóttar og afleiðinga hennar sé til komin vegna vaxandi ónæmis fyrir sýklalyfjum segir Alma það ekki vitað með vissu. En vissulega læðist sá grunur að sérfræðingum. "Við erum sífellt að meðhöndla veikara fólk sem er þá einnig veikara fyrir. Verið er að setja gervilimi, gangráða og þess háttar í fólk og það getur aukið hættuna á þessu. Við gerum fleiri skurðaðgerðir, svo það er svo margt sem spilar inn í. Sýklasóttin getur sumsé stafað af áverka, inngripi eða komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. Við getum fengið inn ungt, frískt fólk sem allt í einu verður fárveikt. Grunur leikur á að erfðafræðilegir þættir geti einnig spilað þarna inn í, auk hinna sem nefndir hafa verið hér að framan." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
Áætlað er að 50 - 60 Íslendingar hafi látist árlega á undanförnum árum af völdum blóðeitrunar, öðru nafni sýklasóttar, að sögn Ölmu D. Möller yfirlæknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Dánartíðni hefur aukist samhliða því að tilfellum hefur fjölgað. Þessi vandi er eitt viðfangsefna á þingi norrænna svæfinga- og gjörgæslulækna, sem nú er haldið í Reykjavík. Þingið sitja yfir 1000 þátttakendur frá 42 þjóðum. Fyrirlesarar eru yfir 100 talsins frá tólf löndum. Sýklasóttin, eins og fagfólk í heilbrigðisgeiranum kallar blóðeitrunina, er alvarlegur sjúkdómur með háa dánartíðni og fer tilfellum fjölgandi. Til marks um það þá, látast fleiri af hennar völdum á vesturlöndum heldur en úr brjósta- og ristilkrabbameinum samanlagt. Alþjóðlegt átak er hafið þar sem leitast er við að bæta og hraða greiningu og meðferð á sýklasótt, að sögn Ölmu, jafnframt því að auka þekkingu lækna og almennings á sjúkdómnum. "Þetta er það sem kallað var blóðeitrun í gamla daga," segir Alma. "Sýkingin getur orðið ef einhver stingur sig, til að mynda á ryðguðum nagla og síðan kemur rák. En hún getur líka komið út frá lungnabólgu, liðsýkingum, þvagfærasýkingum og fleiri sýkingum. Þess vegna viljum við breyta nafninu í sýklasótt." Spurð hvort þessi aukning sýklasóttar og afleiðinga hennar sé til komin vegna vaxandi ónæmis fyrir sýklalyfjum segir Alma það ekki vitað með vissu. En vissulega læðist sá grunur að sérfræðingum. "Við erum sífellt að meðhöndla veikara fólk sem er þá einnig veikara fyrir. Verið er að setja gervilimi, gangráða og þess háttar í fólk og það getur aukið hættuna á þessu. Við gerum fleiri skurðaðgerðir, svo það er svo margt sem spilar inn í. Sýklasóttin getur sumsé stafað af áverka, inngripi eða komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. Við getum fengið inn ungt, frískt fólk sem allt í einu verður fárveikt. Grunur leikur á að erfðafræðilegir þættir geti einnig spilað þarna inn í, auk hinna sem nefndir hafa verið hér að framan."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira