Viðskipti innlent

Töluverð viðskipti með bréf ÍSB

Töluverð viðskipti hafa verið með hlutabréf Íslandsbanka á Kauphöll Íslands í morgun. Alls skiptu hlutabréf að virði 9,5 milljarðar króna um hendur en hvorki er vitað hver keypti né hver seldi. Pétur Blöndal, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir að bankinn hafi miðlað bréfum í morgun og breytingar á hluthafalista verði kynntar síðar. Aðspurður sagði hann meirihluta þessara viðskipta hafa verið með bréf þriðja aðila, það er ekki bréf sem eru í eigu Íslandsbanka. Engar tilkynningar hafa enn sem komið er birst á vef Kauphallarinnar en þessi hlutabréfaviðskipti samsvara hátt í sex prósenta hlut í bankanum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×