Slæleg vinnubrögð þýskra tollvarða 27. júní 2005 00:01 Þrátt fyrir rannsóknarklúður leita þýsk yfirvöld enn leiða til að draga Íslendinga, sem gripnir voru með eiturlyf í Bremerhaven, fyrir rétt. Haukur ÍS 847 lagðist að bryggju í Bremerhaven snemma á þessu ári. Skipverjar fóru frá borði en vissu ekki að tollgæslan fylgdist með hverju skrefi þeirra. Viðvörun íslenskra yfirvalda varð þess valdandi, að þýsk yfirvöld vildu fylgjast með - þó að upplýsingarnar héðan væru svo óljósar, að nánast var ómögulegt að gera neitt á grundvelli þeirra: bent var á að stór hluti áhafnar Hauks hafði komist í kast við lögin vegna fíkniefnabrota, þar á meðal skipstjórinn. Tollverðir eltu áhöfnina um alla borg en sáu ekkert grunsamlegt. Skipverjarnir keyptu sér eitt og annað og drukku kaffi. Kai Bukowski starfsmaður hjá Tollgæslunni í Hamborg segir tollverði hafa velt fyrir sér hvort þeir ættu að leyfa skipinu að fara frá bryggju. Þeir þurftu einnig að ákveða hvernig ætti að bregðast við og létu loks til skarar skríða. Því stormuðu tollverðir um borð, söfnuðu áhöfninni saman í matsalnum og leituðu í kjölfarið í öllu skipinu. Árangurinn: þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi. Tveir skipverjanna voru handteknir - en þá kom babb í bátinn. Horst Wessermann verjandi skipverjanna segir leitina hafa verið ólöglega og það hafði alvarlegar afleiðingar. Gögnin sem fundust við leitina var ekki hægt að nota sem sönnunargögn fyrir rétti. Fíkniefnin voru í káetunni og því var þetta ólögleg leit því um káetur gilda sömu reglur og um íbúðir. Til að leita í íbúðum þarf húsleitarheimild eða samþykki húsráðenda sem í þessu tilfelli var ekki til staðar. Það var ólöglegt að halda skipverjunum í þrjá mánuði í fangelsi og því eru þeir komnir til landsins á ný. Eiturleyfin fengust við ólöglega leit og eru því ekki gild sönnunargögn og játningar sem gerðar voru á grundvelli þeirra eru líka ógildar. Þýski tollurinn situr uppi með skömmina og getur lítið gert. En saksóknari mun engu að síður ekki hafa gefið upp vonina að hægt verði að draga skipverjana á Hauki fyrir dóm. Stór hluti eiturlyfja, sem smyglað er hingað til lands, kemur frá Hollandi, Danmörku og Þýskalandi, ekki síst Bremerhaven. Því verður áfram unnið náið með yfirvöldum á þessum stöðum við að góma eiturlyfjasmyglara. Íslensk lögregluyfirvöld vilja sem minnst um Hauksmálið segja og virðast ganga að því sem gefnu, að smyglararnir sleppi við refsingu í þetta sinn. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Þrátt fyrir rannsóknarklúður leita þýsk yfirvöld enn leiða til að draga Íslendinga, sem gripnir voru með eiturlyf í Bremerhaven, fyrir rétt. Haukur ÍS 847 lagðist að bryggju í Bremerhaven snemma á þessu ári. Skipverjar fóru frá borði en vissu ekki að tollgæslan fylgdist með hverju skrefi þeirra. Viðvörun íslenskra yfirvalda varð þess valdandi, að þýsk yfirvöld vildu fylgjast með - þó að upplýsingarnar héðan væru svo óljósar, að nánast var ómögulegt að gera neitt á grundvelli þeirra: bent var á að stór hluti áhafnar Hauks hafði komist í kast við lögin vegna fíkniefnabrota, þar á meðal skipstjórinn. Tollverðir eltu áhöfnina um alla borg en sáu ekkert grunsamlegt. Skipverjarnir keyptu sér eitt og annað og drukku kaffi. Kai Bukowski starfsmaður hjá Tollgæslunni í Hamborg segir tollverði hafa velt fyrir sér hvort þeir ættu að leyfa skipinu að fara frá bryggju. Þeir þurftu einnig að ákveða hvernig ætti að bregðast við og létu loks til skarar skríða. Því stormuðu tollverðir um borð, söfnuðu áhöfninni saman í matsalnum og leituðu í kjölfarið í öllu skipinu. Árangurinn: þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi. Tveir skipverjanna voru handteknir - en þá kom babb í bátinn. Horst Wessermann verjandi skipverjanna segir leitina hafa verið ólöglega og það hafði alvarlegar afleiðingar. Gögnin sem fundust við leitina var ekki hægt að nota sem sönnunargögn fyrir rétti. Fíkniefnin voru í káetunni og því var þetta ólögleg leit því um káetur gilda sömu reglur og um íbúðir. Til að leita í íbúðum þarf húsleitarheimild eða samþykki húsráðenda sem í þessu tilfelli var ekki til staðar. Það var ólöglegt að halda skipverjunum í þrjá mánuði í fangelsi og því eru þeir komnir til landsins á ný. Eiturleyfin fengust við ólöglega leit og eru því ekki gild sönnunargögn og játningar sem gerðar voru á grundvelli þeirra eru líka ógildar. Þýski tollurinn situr uppi með skömmina og getur lítið gert. En saksóknari mun engu að síður ekki hafa gefið upp vonina að hægt verði að draga skipverjana á Hauki fyrir dóm. Stór hluti eiturlyfja, sem smyglað er hingað til lands, kemur frá Hollandi, Danmörku og Þýskalandi, ekki síst Bremerhaven. Því verður áfram unnið náið með yfirvöldum á þessum stöðum við að góma eiturlyfjasmyglara. Íslensk lögregluyfirvöld vilja sem minnst um Hauksmálið segja og virðast ganga að því sem gefnu, að smyglararnir sleppi við refsingu í þetta sinn.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira