Viðskipti innlent

Deilurnar lagðar til hliðar

"Við erum ágætlega sáttir við þessa niðurstöðu. Menn töluðu í þá átt að vinna saman og halda áfram á uppbyggingarbraut," segir Valgeir Bjarnason, sem í gær var kosinn í stjórn Sparisjóðs Skagfirðinga á aðalfundi. Deilur hafa verið í stjórn sparisjóðsins vegna sölu Kaupfélags Skagfirðinga á stofnfé til tengdra aðila og ákvörðunar um fjórföldun stofnfjár. Vildu gömlu stofnfjáreigendurnir ógilda gjörningana fyrir dómi, sem KS-menn féllust nýlega á. Á aðalfundinum í gær var ákveðið að tvöfalda stofnféð og að fylkingarnar fengju hvor tvo menn í stjórn. Gísli Kjartansson, í Sparisjóði Mýrarsýslu, er formaður stjórnarinnar og oddamaður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×