Allir jafnir í fataskápnum 22. júní 2005 00:01 Þegar blaðakona spyr Grétar hvað sé ómissandi í fataskápnum hans kemur spurningin svolítið flatt upp á knattspyrnukappann. "Ég held að ég gæti ekki lifað án sokkanna minna," segir Grétar og hlær. Þegar blaðakona vill fá frekari útlistun á sokkasafni hans hlær hann og svarar. "Þetta svar var eiginlega meira sagt til þess að gera grín að spurningunni. Mér finnst hún nefnilega frekar asnaleg. Ég kaupi mikið af fötum en ég á ekkert eitt sem er í uppáhaldi eða eitthvað sem ég er alltaf í. Ég gef öllum flíkunum í fataskápnum jafnt tækifæri og geri ekki upp á milli flíkanna svo engin rifrildi skapist í fataskápnum. Það eru allir jafnir í skápnum mínum." "Ég fylgist ágætlega með því sem er í tísku en reyni ekki að eltast við tískustrauma. Ég kaupi það sem mér finnst flott hverju sinni og fíla en ég reyni að hugsa ekki of mikið um hvað er í tísku og hvað ekki. Ég ligg í það minnsta ekki andvaka yfir því hverju ég eigi að vera næsta dag og á nóg á fötum sem ég get farið í strax þegar ég vakna á morgnana," segir Grétar Sigfinnur Sigurðsson. Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Þegar blaðakona spyr Grétar hvað sé ómissandi í fataskápnum hans kemur spurningin svolítið flatt upp á knattspyrnukappann. "Ég held að ég gæti ekki lifað án sokkanna minna," segir Grétar og hlær. Þegar blaðakona vill fá frekari útlistun á sokkasafni hans hlær hann og svarar. "Þetta svar var eiginlega meira sagt til þess að gera grín að spurningunni. Mér finnst hún nefnilega frekar asnaleg. Ég kaupi mikið af fötum en ég á ekkert eitt sem er í uppáhaldi eða eitthvað sem ég er alltaf í. Ég gef öllum flíkunum í fataskápnum jafnt tækifæri og geri ekki upp á milli flíkanna svo engin rifrildi skapist í fataskápnum. Það eru allir jafnir í skápnum mínum." "Ég fylgist ágætlega með því sem er í tísku en reyni ekki að eltast við tískustrauma. Ég kaupi það sem mér finnst flott hverju sinni og fíla en ég reyni að hugsa ekki of mikið um hvað er í tísku og hvað ekki. Ég ligg í það minnsta ekki andvaka yfir því hverju ég eigi að vera næsta dag og á nóg á fötum sem ég get farið í strax þegar ég vakna á morgnana," segir Grétar Sigfinnur Sigurðsson.
Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira