Fylgst náið með barnaníðingum 21. júní 2005 00:01 Dómsmálaráðherrar iðnveldanna skera á alþjóðlegt tengslanet barnaníðinga með því að setja á laggirnar sameiginlegan gagnagrunn með upplýsingum um þá og framleiðendur barnakláms. Lögreglan á Íslandi fagnar þessu framtaki og telur að það muni auðvelda rannsókn slíkra mála hér á landi. Með gagnagrunninum verður hægt að ná í upplýsingar um þekkta barnaníðinga og fylgjast með ferðum þeirra. Einnig verða í grunninum upplýsingar um barnaklám og framleiðendur þess konar efnis. Með gagnagrunninum verður mun auðveldara að fylgjast með barnaklámi á Netinu og þeim sem setja þannig efni þar inn. Nú þegar eru komnar um 300 þúsund myndir af börnum sem hafa verið beitt kynferðisofbeldi við framleiðslu barnakláms í gagnagrunn sem er starfræktur á vegum alþjóðalögreglunnar Interpol, sem sameinast nýja grunninnum. Aðspurður hvaða þýðingu gagnagrunnurinn hafi fyrir íslensk lögregluyfirvöld segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að eriftt sé að segja til um það fyrir fram en öll viðleitni yfirvalda til þess að stöðva þessa brotastarfsemi skipti verulegu máli. Spurður hvort oft þurfi að leita upplýsinga um barnaníðinga erlendis játar Sigurbjörn því. Lögregla starfi með erlendum lögregluyfirvöldum í slíkum málum og eflaust muni gagnagrunnurinn auðvelda leiðina til þess að ná í upplýsingar, en þessi brot virðist ekki eiga sér nein landamæri. Lögregluyfirvöld vita ekki enn hve margir íslenskir barnaníðingar verði skráiðir í hinn alþjóðlega gagnagrunn en það fer meðal annars eftir því hve langt skráningin nær aftur í tímann. Meðal annars verða upplýsingar úr gagnagrunninum notaðar á flugvöllum víða um heim og þannig verður hægt að fylgjast með ferðum barnaníðinga. Spurður hvort gagnagrunnurinn muni koma að gagni við rannsókn á málum barnaníðinga telur Sigurbjörn það tvímælalaust. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Dómsmálaráðherrar iðnveldanna skera á alþjóðlegt tengslanet barnaníðinga með því að setja á laggirnar sameiginlegan gagnagrunn með upplýsingum um þá og framleiðendur barnakláms. Lögreglan á Íslandi fagnar þessu framtaki og telur að það muni auðvelda rannsókn slíkra mála hér á landi. Með gagnagrunninum verður hægt að ná í upplýsingar um þekkta barnaníðinga og fylgjast með ferðum þeirra. Einnig verða í grunninum upplýsingar um barnaklám og framleiðendur þess konar efnis. Með gagnagrunninum verður mun auðveldara að fylgjast með barnaklámi á Netinu og þeim sem setja þannig efni þar inn. Nú þegar eru komnar um 300 þúsund myndir af börnum sem hafa verið beitt kynferðisofbeldi við framleiðslu barnakláms í gagnagrunn sem er starfræktur á vegum alþjóðalögreglunnar Interpol, sem sameinast nýja grunninnum. Aðspurður hvaða þýðingu gagnagrunnurinn hafi fyrir íslensk lögregluyfirvöld segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að eriftt sé að segja til um það fyrir fram en öll viðleitni yfirvalda til þess að stöðva þessa brotastarfsemi skipti verulegu máli. Spurður hvort oft þurfi að leita upplýsinga um barnaníðinga erlendis játar Sigurbjörn því. Lögregla starfi með erlendum lögregluyfirvöldum í slíkum málum og eflaust muni gagnagrunnurinn auðvelda leiðina til þess að ná í upplýsingar, en þessi brot virðist ekki eiga sér nein landamæri. Lögregluyfirvöld vita ekki enn hve margir íslenskir barnaníðingar verði skráiðir í hinn alþjóðlega gagnagrunn en það fer meðal annars eftir því hve langt skráningin nær aftur í tímann. Meðal annars verða upplýsingar úr gagnagrunninum notaðar á flugvöllum víða um heim og þannig verður hægt að fylgjast með ferðum barnaníðinga. Spurður hvort gagnagrunnurinn muni koma að gagni við rannsókn á málum barnaníðinga telur Sigurbjörn það tvímælalaust.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira