Slagsmál eftir dansleik á Súðavík 19. júní 2005 00:01 Lögreglan á Ísafirði þurfti tvívegis að stöðva slagsmál eftir dansleik sem haldinn var á Súðavík í gærkvöld. Mikill fjöldi tók þátt í slagsmálum sem brutust fyrst út klukkutíma eftir dansleikinn og þegar lögreglan hélt að hún hefði róað lýðinn, hlupu menn aftur saman og héldu fjörinu áfram. Slagsmálin enduðu þegar einn ólátaseggurinn var handtekinn og fékk hann að gista í fangageymslum Ísafjarðarlögreglu í nótt. Hinir héldu til síns heima eftir annars vel heppnað kvöld. Reynt var að brjóast inn í Laugarnesapótek á þriðja tímanum í nótt. Maður vopnaður exi braut að minnsta kosti tvær rúður hússins en þegar öryggiskerfi apóteksins fór af stað virðist maðurinn hafa hræðst og flúið. Ekki er nákvæmlega vitað hvað manninum gekk til því ekki er enn búið að hafa hendur í hári hans en leiða má líkur að því að hann hafi ætlað að verða sér út um lyf. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa samband. Þá stöðvaði Selfosslögregla talsvert ölvaðan ökumann í Hveragerði um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn var þó ekki einn í bílnum heldur voru eins og hálfs árs og þriggja ára börn hans með í för. Maðurinn var færður á lögreglustöðina á Selfossi og var móðir barnanna kölluð til. Maðurinn hefur nú þegar verið kærður og má hann búast við hárri sekt og sviptingu ökuskírteinis, verði hann fundinn sekur. Þá hefur Barnaverndarnefnd einnig verið kölluð til og er málið í rannsókn. Þrír menn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur í Kópavoginum í nótt en einn endaði aftan á bíl við Nýbýlaveg. Enginn meiddist en allir mega þessir aðilar búast við háum sektum og sviptingu ökuskírteinis. Lítið magn fíkniefna fannst við leit í bíl ungmenna sem lögreglan á Blönduósi stöðvaði stuttu eftir miðnætti þegar þau voru á ferð í gegnum bæinn. Málið telst upplýst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Lögreglan á Ísafirði þurfti tvívegis að stöðva slagsmál eftir dansleik sem haldinn var á Súðavík í gærkvöld. Mikill fjöldi tók þátt í slagsmálum sem brutust fyrst út klukkutíma eftir dansleikinn og þegar lögreglan hélt að hún hefði róað lýðinn, hlupu menn aftur saman og héldu fjörinu áfram. Slagsmálin enduðu þegar einn ólátaseggurinn var handtekinn og fékk hann að gista í fangageymslum Ísafjarðarlögreglu í nótt. Hinir héldu til síns heima eftir annars vel heppnað kvöld. Reynt var að brjóast inn í Laugarnesapótek á þriðja tímanum í nótt. Maður vopnaður exi braut að minnsta kosti tvær rúður hússins en þegar öryggiskerfi apóteksins fór af stað virðist maðurinn hafa hræðst og flúið. Ekki er nákvæmlega vitað hvað manninum gekk til því ekki er enn búið að hafa hendur í hári hans en leiða má líkur að því að hann hafi ætlað að verða sér út um lyf. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa samband. Þá stöðvaði Selfosslögregla talsvert ölvaðan ökumann í Hveragerði um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn var þó ekki einn í bílnum heldur voru eins og hálfs árs og þriggja ára börn hans með í för. Maðurinn var færður á lögreglustöðina á Selfossi og var móðir barnanna kölluð til. Maðurinn hefur nú þegar verið kærður og má hann búast við hárri sekt og sviptingu ökuskírteinis, verði hann fundinn sekur. Þá hefur Barnaverndarnefnd einnig verið kölluð til og er málið í rannsókn. Þrír menn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur í Kópavoginum í nótt en einn endaði aftan á bíl við Nýbýlaveg. Enginn meiddist en allir mega þessir aðilar búast við háum sektum og sviptingu ökuskírteinis. Lítið magn fíkniefna fannst við leit í bíl ungmenna sem lögreglan á Blönduósi stöðvaði stuttu eftir miðnætti þegar þau voru á ferð í gegnum bæinn. Málið telst upplýst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira