Slagsmál eftir dansleik á Súðavík 19. júní 2005 00:01 Lögreglan á Ísafirði þurfti tvívegis að stöðva slagsmál eftir dansleik sem haldinn var á Súðavík í gærkvöld. Mikill fjöldi tók þátt í slagsmálum sem brutust fyrst út klukkutíma eftir dansleikinn og þegar lögreglan hélt að hún hefði róað lýðinn, hlupu menn aftur saman og héldu fjörinu áfram. Slagsmálin enduðu þegar einn ólátaseggurinn var handtekinn og fékk hann að gista í fangageymslum Ísafjarðarlögreglu í nótt. Hinir héldu til síns heima eftir annars vel heppnað kvöld. Reynt var að brjóast inn í Laugarnesapótek á þriðja tímanum í nótt. Maður vopnaður exi braut að minnsta kosti tvær rúður hússins en þegar öryggiskerfi apóteksins fór af stað virðist maðurinn hafa hræðst og flúið. Ekki er nákvæmlega vitað hvað manninum gekk til því ekki er enn búið að hafa hendur í hári hans en leiða má líkur að því að hann hafi ætlað að verða sér út um lyf. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa samband. Þá stöðvaði Selfosslögregla talsvert ölvaðan ökumann í Hveragerði um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn var þó ekki einn í bílnum heldur voru eins og hálfs árs og þriggja ára börn hans með í för. Maðurinn var færður á lögreglustöðina á Selfossi og var móðir barnanna kölluð til. Maðurinn hefur nú þegar verið kærður og má hann búast við hárri sekt og sviptingu ökuskírteinis, verði hann fundinn sekur. Þá hefur Barnaverndarnefnd einnig verið kölluð til og er málið í rannsókn. Þrír menn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur í Kópavoginum í nótt en einn endaði aftan á bíl við Nýbýlaveg. Enginn meiddist en allir mega þessir aðilar búast við háum sektum og sviptingu ökuskírteinis. Lítið magn fíkniefna fannst við leit í bíl ungmenna sem lögreglan á Blönduósi stöðvaði stuttu eftir miðnætti þegar þau voru á ferð í gegnum bæinn. Málið telst upplýst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Lögreglan á Ísafirði þurfti tvívegis að stöðva slagsmál eftir dansleik sem haldinn var á Súðavík í gærkvöld. Mikill fjöldi tók þátt í slagsmálum sem brutust fyrst út klukkutíma eftir dansleikinn og þegar lögreglan hélt að hún hefði róað lýðinn, hlupu menn aftur saman og héldu fjörinu áfram. Slagsmálin enduðu þegar einn ólátaseggurinn var handtekinn og fékk hann að gista í fangageymslum Ísafjarðarlögreglu í nótt. Hinir héldu til síns heima eftir annars vel heppnað kvöld. Reynt var að brjóast inn í Laugarnesapótek á þriðja tímanum í nótt. Maður vopnaður exi braut að minnsta kosti tvær rúður hússins en þegar öryggiskerfi apóteksins fór af stað virðist maðurinn hafa hræðst og flúið. Ekki er nákvæmlega vitað hvað manninum gekk til því ekki er enn búið að hafa hendur í hári hans en leiða má líkur að því að hann hafi ætlað að verða sér út um lyf. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa samband. Þá stöðvaði Selfosslögregla talsvert ölvaðan ökumann í Hveragerði um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn var þó ekki einn í bílnum heldur voru eins og hálfs árs og þriggja ára börn hans með í för. Maðurinn var færður á lögreglustöðina á Selfossi og var móðir barnanna kölluð til. Maðurinn hefur nú þegar verið kærður og má hann búast við hárri sekt og sviptingu ökuskírteinis, verði hann fundinn sekur. Þá hefur Barnaverndarnefnd einnig verið kölluð til og er málið í rannsókn. Þrír menn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur í Kópavoginum í nótt en einn endaði aftan á bíl við Nýbýlaveg. Enginn meiddist en allir mega þessir aðilar búast við háum sektum og sviptingu ökuskírteinis. Lítið magn fíkniefna fannst við leit í bíl ungmenna sem lögreglan á Blönduósi stöðvaði stuttu eftir miðnætti þegar þau voru á ferð í gegnum bæinn. Málið telst upplýst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira