Nýjar upplýsingar breyti engu 16. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðandi hefur lokið athugun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna og segir að nýjar upplýsingar sem lagðar hafi verið fram á fundi fjárlaganefndar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganes hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki, sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því. Orðsending Ríkisendurskoðnar til formanns fjárlaganefndar er svohljóðandi: „Í framhaldi af fundi fjárlaganefndar í dag, 16. júní 2005, þar sem fjallað var um minnisblað Ríkisendurskoðunar frá 13. júní sl., skal tekið fram að upplýsingar í minnisblaðinu um eignarhluti í Skinney – Þinganesi hf., byggðu á hluthafalista félagsins frá 15. október 2002. Lögmanni félagsins, sem veitti upplýsingarnar fyrir þess hönd, sást yfir að sumir hluthafar í einkahlutafélaginu Ketillaugu, sem var eigandi að 17,9% í Skinney – Þinganesi hf. skv. framangreindum lista, voru venslaðir Halldóri Ásgrímssyni. Samkvæmt upplýsingum, sem aflað hefur verið frá lögmanni félagsins í beinu framhaldi af fundi fjárlaganefndar í dag, átti Halldór Ásgrímsson engan hlut í félaginu og mun aldrei hafa átt. Eignarhaldi á Ketillaugu ehf. hinn 15. nóv. 2002 var háttað sem hér segir: Birgir Sigurðsson 16,667% Ingólfur Ásgrímsson 16,667% Gunnar Ásgeirsson 16,667% Guðrún Ingólfsdóttir 16,667% Ingvaldur Ásgeirsson 16.667% Aðalsteinn Ingólfsson 16,667% Ingólfur, Guðrún (nú látin) og Aðalsteinn eru öll vensluð Halldóri Ásgrímssyni. Samanlagður eignarhlutur þeirra í Ketilaugu ehf. var því 50%. Hlutur Ketillaugar ehf. í Skinney – Þinganesi hf. í nóv. 2002 var eins og áður segir 17,9% skv. upplýsingum úr hluthafaskrá Skinneyjar – Þinganess hf. Að teknu tilliti til framangreindra upplýsinga breytist óbeinn hlutur þeirra, sem venslaðir eru Halldóri, í Skinney – Þingnesi hf. úr því að vera u.þ.b. 25%, eins og frá er greint í nefndu minnisblaði, í u.þ.b. 34% á nefndu tímabili. Að mati Ríkisendurskoðunar breyta ofangreindar upplýsingar ekki þeirri niðurstöðu stofnunarinnar að Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum á sínum tíma á vettvangi ráðherranefndarinnar. Ríkisendurskoðun lítur svo á að þetta hafi verið eina atriðið, sem hún hafi ekki veitt fullnægjandi svar við á fundi fjárlaganefndarinnar. Að gefnu þessu svari lítur stofnunin svo á að málinu sé lokið af hennar hálfu.“ Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ríkisendurskoðandi hefur lokið athugun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna og segir að nýjar upplýsingar sem lagðar hafi verið fram á fundi fjárlaganefndar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganes hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki, sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því. Orðsending Ríkisendurskoðnar til formanns fjárlaganefndar er svohljóðandi: „Í framhaldi af fundi fjárlaganefndar í dag, 16. júní 2005, þar sem fjallað var um minnisblað Ríkisendurskoðunar frá 13. júní sl., skal tekið fram að upplýsingar í minnisblaðinu um eignarhluti í Skinney – Þinganesi hf., byggðu á hluthafalista félagsins frá 15. október 2002. Lögmanni félagsins, sem veitti upplýsingarnar fyrir þess hönd, sást yfir að sumir hluthafar í einkahlutafélaginu Ketillaugu, sem var eigandi að 17,9% í Skinney – Þinganesi hf. skv. framangreindum lista, voru venslaðir Halldóri Ásgrímssyni. Samkvæmt upplýsingum, sem aflað hefur verið frá lögmanni félagsins í beinu framhaldi af fundi fjárlaganefndar í dag, átti Halldór Ásgrímsson engan hlut í félaginu og mun aldrei hafa átt. Eignarhaldi á Ketillaugu ehf. hinn 15. nóv. 2002 var háttað sem hér segir: Birgir Sigurðsson 16,667% Ingólfur Ásgrímsson 16,667% Gunnar Ásgeirsson 16,667% Guðrún Ingólfsdóttir 16,667% Ingvaldur Ásgeirsson 16.667% Aðalsteinn Ingólfsson 16,667% Ingólfur, Guðrún (nú látin) og Aðalsteinn eru öll vensluð Halldóri Ásgrímssyni. Samanlagður eignarhlutur þeirra í Ketilaugu ehf. var því 50%. Hlutur Ketillaugar ehf. í Skinney – Þinganesi hf. í nóv. 2002 var eins og áður segir 17,9% skv. upplýsingum úr hluthafaskrá Skinneyjar – Þinganess hf. Að teknu tilliti til framangreindra upplýsinga breytist óbeinn hlutur þeirra, sem venslaðir eru Halldóri, í Skinney – Þingnesi hf. úr því að vera u.þ.b. 25%, eins og frá er greint í nefndu minnisblaði, í u.þ.b. 34% á nefndu tímabili. Að mati Ríkisendurskoðunar breyta ofangreindar upplýsingar ekki þeirri niðurstöðu stofnunarinnar að Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum á sínum tíma á vettvangi ráðherranefndarinnar. Ríkisendurskoðun lítur svo á að þetta hafi verið eina atriðið, sem hún hafi ekki veitt fullnægjandi svar við á fundi fjárlaganefndarinnar. Að gefnu þessu svari lítur stofnunin svo á að málinu sé lokið af hennar hálfu.“
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira