Ógnvænlegt ástand vegna offitu 16. júní 2005 00:01 ;Þetta er ógnvænlegt ástand," segir Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu um þá staðreynd að nær 400 offitusjúklingar skuli vera á biðlista eftir meðferð hjá Reykjalundi og offituvandinn herji á æ fleiri landsmenn, börn og fullorðna. Ludvig Guðmundsson yfirlæknir á Reykjalundi sagði í Fréttablaðinu í gær, að samkvæmt þjónustusamningi við ríkið væri gert ráð fyrir þjónustu við 25 offitusjúklinga á ári. Vegna sívaxandi ásóknar þyrfti Reykjalundur að taka inn 100 - 110 manns á ári, einungis til að sinna brýnustu þörfinni. "Það er vitað að þetta skerðir mjög lífsgæði þessa fólks sem á við þennan sjúkdóm að etja," segir Anna Björg. "Í öðru lagi er það gífurlegur kostnaður fyrir samfélagið ef þessi þróun heldur áfram með öllum þeim sjúkdómum sem fylgja offitu svo og þeirri viðleitni að reyna að ráða bót á meininu." Anna Björg segir, að vitað sé að meðferðin á Reykjalundi, sem oftast leiðir til aðgerðar á Landspítala háskólasjúkrahúsi, skili árangri. Frá faglegu sjónarmiði þurfi því að bregðast við aukinni meðferðarþörf með auknum afköstum á Reykjalundi. "Landlæknisembættið myndi jafnframt vilja leggja áherslu að snúa þessari þróun við með forvörnum, þannig að fólki sem á við þennan vanda að stríða, fækki. Við myndum vilja vinna með börn og ungmenni þannig að dregið yrði úr líkum á því að þau yrðu feitt fullorðið fólk. Þetta er samfélagslegt vandamál og landlæknisembættið vill gjarnan vinna með Lýðheilsustöð að því að fá heilsugæsluna, skólasamfélagið, foreldra og aðra þá sem eru að vinna með börnum og ungmennum til veita þeim stuðning til heilsusamlegs lífs. Þess ber að geta að ríkisstjórnin hefur falið Lýðheilsustöð að móta aðgerðaáætlun gegn þessari offituþróun." Anna Björg bætir við að hvetja þurfi markaðinn til að líta í eigin barm og gera sér grein fyrir að hann beri nokkra ábyrgð á þróun mála. Gífurlegur þrýstingur sé á börn og unglinga til að neyta alls konar óhollustu hvort sem sé í formi matar eða drykkjar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
;Þetta er ógnvænlegt ástand," segir Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu um þá staðreynd að nær 400 offitusjúklingar skuli vera á biðlista eftir meðferð hjá Reykjalundi og offituvandinn herji á æ fleiri landsmenn, börn og fullorðna. Ludvig Guðmundsson yfirlæknir á Reykjalundi sagði í Fréttablaðinu í gær, að samkvæmt þjónustusamningi við ríkið væri gert ráð fyrir þjónustu við 25 offitusjúklinga á ári. Vegna sívaxandi ásóknar þyrfti Reykjalundur að taka inn 100 - 110 manns á ári, einungis til að sinna brýnustu þörfinni. "Það er vitað að þetta skerðir mjög lífsgæði þessa fólks sem á við þennan sjúkdóm að etja," segir Anna Björg. "Í öðru lagi er það gífurlegur kostnaður fyrir samfélagið ef þessi þróun heldur áfram með öllum þeim sjúkdómum sem fylgja offitu svo og þeirri viðleitni að reyna að ráða bót á meininu." Anna Björg segir, að vitað sé að meðferðin á Reykjalundi, sem oftast leiðir til aðgerðar á Landspítala háskólasjúkrahúsi, skili árangri. Frá faglegu sjónarmiði þurfi því að bregðast við aukinni meðferðarþörf með auknum afköstum á Reykjalundi. "Landlæknisembættið myndi jafnframt vilja leggja áherslu að snúa þessari þróun við með forvörnum, þannig að fólki sem á við þennan vanda að stríða, fækki. Við myndum vilja vinna með börn og ungmenni þannig að dregið yrði úr líkum á því að þau yrðu feitt fullorðið fólk. Þetta er samfélagslegt vandamál og landlæknisembættið vill gjarnan vinna með Lýðheilsustöð að því að fá heilsugæsluna, skólasamfélagið, foreldra og aðra þá sem eru að vinna með börnum og ungmennum til veita þeim stuðning til heilsusamlegs lífs. Þess ber að geta að ríkisstjórnin hefur falið Lýðheilsustöð að móta aðgerðaáætlun gegn þessari offituþróun." Anna Björg bætir við að hvetja þurfi markaðinn til að líta í eigin barm og gera sér grein fyrir að hann beri nokkra ábyrgð á þróun mála. Gífurlegur þrýstingur sé á börn og unglinga til að neyta alls konar óhollustu hvort sem sé í formi matar eða drykkjar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira