Valgerður ber alla ábyrgð 13. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðandi segir að Valgerður Sverrisdóttir sem viðskiptaráðherra beri alla ábyrgð á sölu Landsbankans og Búnaðarbankans sem átti sér stað árið 2002. Ábyrgðin varðandi sölu bankanna hvílir ekki á ráðherranefndinni heldur fagráðherra, í þessu tilfelli viðskiptaráðherra. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002, sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi í gær. Ríkisendurskoðandi segir að ráðherranefndin hafi ekki nægilega skýra stjórnsýslulega stöðu og að lögformleg staða bæði ráðherranefndar og framkvæmdanefndar um einkavæðingu sé óljós. Hann segir enga ástæðu til að véfengja hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum vegna óbeinna eignatengsla hans við S-hópinn sem keypti Búnaðarbankann. Hagsmunir Halldórs og skyldmenna hans hafi verið smávægilegir. Á þessum tíma átti Halldór um 1,33 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi, sem átti helmingshlut í Hesteyri sem var einn stærsti hluthafinn í Keri, sem var hluti af S-hópnum. Skyldmenni Halldórs áttu samtals um 25 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það orka mjög tvímælis að Ríkisendurskoðandi sé að úrskurða um hæfi Halldórs Ásgrímssonar. "Ríkisendurskoðandi segir sjálfur í skýrslunni að þarna sé um að ræða lögfræðilegt álitaefni sem löggjafinn hefur alls ekki ætlað Ríkisendurskoðun að leysa úr. Fyrst að löggjafinn hefur alls ekki ætlað Ríkisendurskoðanda að leysa úr þessu álitaefni, af hverju tekur hann þá það frumkvæði að gera það?" spyr Ingibjörg Sólrún. Hún segir að eðlilegt sé að aðrir aðilar en Ríkisendurskoðandi, svo sem prófessorar í stjórnarfarsrétti eða Umboðsmaður Alþingis, úrskurði um mál sem þetta. Valgerður Sverrisdóttir var ekki búin að kynna sér skýrslu Ríkisendurskoðanda í gærkvöldi og vildi því ekki tjá sig um málið. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Ríkisendurskoðandi segir að Valgerður Sverrisdóttir sem viðskiptaráðherra beri alla ábyrgð á sölu Landsbankans og Búnaðarbankans sem átti sér stað árið 2002. Ábyrgðin varðandi sölu bankanna hvílir ekki á ráðherranefndinni heldur fagráðherra, í þessu tilfelli viðskiptaráðherra. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002, sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi í gær. Ríkisendurskoðandi segir að ráðherranefndin hafi ekki nægilega skýra stjórnsýslulega stöðu og að lögformleg staða bæði ráðherranefndar og framkvæmdanefndar um einkavæðingu sé óljós. Hann segir enga ástæðu til að véfengja hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum vegna óbeinna eignatengsla hans við S-hópinn sem keypti Búnaðarbankann. Hagsmunir Halldórs og skyldmenna hans hafi verið smávægilegir. Á þessum tíma átti Halldór um 1,33 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi, sem átti helmingshlut í Hesteyri sem var einn stærsti hluthafinn í Keri, sem var hluti af S-hópnum. Skyldmenni Halldórs áttu samtals um 25 prósenta hlut í Skinney-Þinganesi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það orka mjög tvímælis að Ríkisendurskoðandi sé að úrskurða um hæfi Halldórs Ásgrímssonar. "Ríkisendurskoðandi segir sjálfur í skýrslunni að þarna sé um að ræða lögfræðilegt álitaefni sem löggjafinn hefur alls ekki ætlað Ríkisendurskoðun að leysa úr. Fyrst að löggjafinn hefur alls ekki ætlað Ríkisendurskoðanda að leysa úr þessu álitaefni, af hverju tekur hann þá það frumkvæði að gera það?" spyr Ingibjörg Sólrún. Hún segir að eðlilegt sé að aðrir aðilar en Ríkisendurskoðandi, svo sem prófessorar í stjórnarfarsrétti eða Umboðsmaður Alþingis, úrskurði um mál sem þetta. Valgerður Sverrisdóttir var ekki búin að kynna sér skýrslu Ríkisendurskoðanda í gærkvöldi og vildi því ekki tjá sig um málið.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira