Þungir dómar í fíkniefnamáli 13. júní 2005 00:01 Sex hlutu fangelsisdóma vegna fíkniefnasmygls frá Rotterdam í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómarnir voru frá hálfu og upp í tvö ár hver. Ung kona var hins vegar sýknuð af ákæru um að hafa móttekið ágóða af fíkniefnabroti. Dómana hlaut fólkið vegna aðildar sinnar að innflutningi á 130 grömmum af kókaíni og um þúsund stykkjum af e-töflum en viðkomandi fá öll nokkuð þunga dóma miðað við það sem gengur og gerist í málum sem þessum. Söluandvirði fíkniefnanna hér á landi hefði numið vel yfir þremur milljónum króna. Karl Filip Geirsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson fengu þyngstu dómana, alls tvö ár hvor. Karl Filip var fundinn sekur um að hafa við annan mann staðið fyrir kaupum á efnunum og lagt á ráðin um innflutninginn en hann hefur margoft komist í kast við lögin áður vegna margvíslegra brota. Sama gildir um Vilhjálm en hans þáttur var að mestu bundinn við að fjármagna fíkniefnakaupin og hugðist hann hagnast á sölu efnanna hér á landi. Aðrir sem að málinu komu fengu aðeins vægari dóma. Pétur Steinþór Gunnarsson var dæmdur til tæplega tveggja ára fangelsis en hann lagði að hluta á ráðin um innflutninginn ásamt Karli ásamt því að hafa milligöngu um að útvega efnin gegnum erlendan félaga sinn frá Marokkó, L´Houcine Bouhlali, sem einnig hlaut 12 mánaða dóm fyrir sinn þátt. Fékk hann umrædd efni gegnum sambönd sín í Rotterdam þar sem kaupin voru upphaflega gerð. Friðrik Þór Bjarnason hlaut átján mánaða dóm fyrir sína aðild sem fyrst og fremst fólst í að fjármagna kaupin í samvinnu við Vilhjálm og Rebekka Jóhannsdóttir var dæmd til sex mánaða fangelsis, skilorðsbundið, fyrir að hafa haft milligöngu um að sækja efnin á pósthúsið og koma þeim til skila. Petra Ingvadóttir var sýknuð af að hafa þegið fé frá Bouhlali sem hún hafði vitneskju um að væri ágóði af fíkniefnasölu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sex hlutu fangelsisdóma vegna fíkniefnasmygls frá Rotterdam í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómarnir voru frá hálfu og upp í tvö ár hver. Ung kona var hins vegar sýknuð af ákæru um að hafa móttekið ágóða af fíkniefnabroti. Dómana hlaut fólkið vegna aðildar sinnar að innflutningi á 130 grömmum af kókaíni og um þúsund stykkjum af e-töflum en viðkomandi fá öll nokkuð þunga dóma miðað við það sem gengur og gerist í málum sem þessum. Söluandvirði fíkniefnanna hér á landi hefði numið vel yfir þremur milljónum króna. Karl Filip Geirsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson fengu þyngstu dómana, alls tvö ár hvor. Karl Filip var fundinn sekur um að hafa við annan mann staðið fyrir kaupum á efnunum og lagt á ráðin um innflutninginn en hann hefur margoft komist í kast við lögin áður vegna margvíslegra brota. Sama gildir um Vilhjálm en hans þáttur var að mestu bundinn við að fjármagna fíkniefnakaupin og hugðist hann hagnast á sölu efnanna hér á landi. Aðrir sem að málinu komu fengu aðeins vægari dóma. Pétur Steinþór Gunnarsson var dæmdur til tæplega tveggja ára fangelsis en hann lagði að hluta á ráðin um innflutninginn ásamt Karli ásamt því að hafa milligöngu um að útvega efnin gegnum erlendan félaga sinn frá Marokkó, L´Houcine Bouhlali, sem einnig hlaut 12 mánaða dóm fyrir sinn þátt. Fékk hann umrædd efni gegnum sambönd sín í Rotterdam þar sem kaupin voru upphaflega gerð. Friðrik Þór Bjarnason hlaut átján mánaða dóm fyrir sína aðild sem fyrst og fremst fólst í að fjármagna kaupin í samvinnu við Vilhjálm og Rebekka Jóhannsdóttir var dæmd til sex mánaða fangelsis, skilorðsbundið, fyrir að hafa haft milligöngu um að sækja efnin á pósthúsið og koma þeim til skila. Petra Ingvadóttir var sýknuð af að hafa þegið fé frá Bouhlali sem hún hafði vitneskju um að væri ágóði af fíkniefnasölu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent