Innlent

Brýr og krónur greiddar niður

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur sett reglugerð um þátttöku hins opinbera í kostnaði við tannlækningar. Samkvæmt henni er Tryggingastofnun ríkisins heimilt að greiða kostnað aldraðra og öryrkja eins og að ofan greinir vegna fastra tanngerva. Reglugerðin tekur gildi við birtingu. Auk þessarar breytingar verður TR nú heimilt að greiða niður tannlæknakostnað til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar sýkinga í tönnum og tannvegi á heilsu ónæmisbældra sjúklinga. Niðurgreiðslan tekur einkum til sjúklinga með hvítblæði eða krabbamein á höfuð- eða hálssvæði, væntanlegra líffæraþega, sjúklinga sem þurfa mergskipti og annarra sambærilegra sjúklinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×