Fimm menn ákærðir vegna banaslyss 7. júní 2005 00:01 Fimm menn, sem allir störfuðu við framkvæmdirnar á Kárahnjúkasvæðinu, hafa verið kærðir fyrir brot á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þann 15. mars í fyrra er ungur maður lést í vinnuslysi þegar tæplega fjörtíu kílóa þungt grjót hrundi ofan á hann úr hlíð Hafrahvammsgljúfurs. Einum mannanna, þáverandi framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Arnarfells, er gefið að sök að hafa vanrækt skyldu til að bregðast við bráðri hættu á heilsutjóni eða vinnuslysum, með því að senda tvo starfsmenn til vinnu í Hafrahvammsgljúfri, þó honum hafi verið kunnugt um mikla hættu á grjóthruni vegna vaxandi lofthita á svæðinu dagana á undan. Starfsmennirnir tveir voru að merkja fyrir borun við bergvegginn þegar slysið varð. Fá fordæmi eru fyrir því hér á landi að starfsmenn fyrirtækja séu dæmdir til refsiábyrgðar fyrir brot af þessu tagi. Oftast nær eru fyrirtæki dæmd til greiðslu skaðabóta, án þess að starfsmenn séu dæmdir sérstaklega fyrir þeirra þátt. Að sögn Helga Jenssonar, sýslufulltrúa á Seyðisfirði, sem fer með málið fyrir hönd ríkissaksóknara, er hugsanlegt að málið verði fordæmisgefandi. "Það hafa ekki fallið margir dómar í hliðstæðum málum og þessum, í rauninni sárafáir. Mér er kunnugt um vinnuslys í Reykjavík þar sem einstaklingar voru dæmdir til refsiábyrgðar, en það er þó ekki efnislega eins og þetta mál og því verður þetta mál örugglega fordæmisgefandi að einhverju leyti". Tveir hina ákærðu voru starfsmenn eftirlitsfyrirtækis á vegum Landsvirkjunar þegar slysið varð, einn var framkvæmdastjóri undirverktaka Impregilo, Arnarfells, sem hinn látni starfaði hjá, og einn var yfirmaður eftirlits- og heilbrigðismála hjá Impregilo. Ef hinir ákærðu verða fundnir sekir um fyrrnefnd brot er einungis hægt að dæma þá til greiðslu sekta þar sem refsiramminn fyrir brot sem þessi gerir ekki ráð fyrir öðrum refsingum en sektum. Einum hinna ákærðu hafa ekki verið birtar ákærurnar þar sem hann var staddur erlendis þegar málið var þingfest í gærmorgun. Ákærðu neita allir sök og því fer málið í aðalmeðferð. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Fimm menn, sem allir störfuðu við framkvæmdirnar á Kárahnjúkasvæðinu, hafa verið kærðir fyrir brot á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þann 15. mars í fyrra er ungur maður lést í vinnuslysi þegar tæplega fjörtíu kílóa þungt grjót hrundi ofan á hann úr hlíð Hafrahvammsgljúfurs. Einum mannanna, þáverandi framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Arnarfells, er gefið að sök að hafa vanrækt skyldu til að bregðast við bráðri hættu á heilsutjóni eða vinnuslysum, með því að senda tvo starfsmenn til vinnu í Hafrahvammsgljúfri, þó honum hafi verið kunnugt um mikla hættu á grjóthruni vegna vaxandi lofthita á svæðinu dagana á undan. Starfsmennirnir tveir voru að merkja fyrir borun við bergvegginn þegar slysið varð. Fá fordæmi eru fyrir því hér á landi að starfsmenn fyrirtækja séu dæmdir til refsiábyrgðar fyrir brot af þessu tagi. Oftast nær eru fyrirtæki dæmd til greiðslu skaðabóta, án þess að starfsmenn séu dæmdir sérstaklega fyrir þeirra þátt. Að sögn Helga Jenssonar, sýslufulltrúa á Seyðisfirði, sem fer með málið fyrir hönd ríkissaksóknara, er hugsanlegt að málið verði fordæmisgefandi. "Það hafa ekki fallið margir dómar í hliðstæðum málum og þessum, í rauninni sárafáir. Mér er kunnugt um vinnuslys í Reykjavík þar sem einstaklingar voru dæmdir til refsiábyrgðar, en það er þó ekki efnislega eins og þetta mál og því verður þetta mál örugglega fordæmisgefandi að einhverju leyti". Tveir hina ákærðu voru starfsmenn eftirlitsfyrirtækis á vegum Landsvirkjunar þegar slysið varð, einn var framkvæmdastjóri undirverktaka Impregilo, Arnarfells, sem hinn látni starfaði hjá, og einn var yfirmaður eftirlits- og heilbrigðismála hjá Impregilo. Ef hinir ákærðu verða fundnir sekir um fyrrnefnd brot er einungis hægt að dæma þá til greiðslu sekta þar sem refsiramminn fyrir brot sem þessi gerir ekki ráð fyrir öðrum refsingum en sektum. Einum hinna ákærðu hafa ekki verið birtar ákærurnar þar sem hann var staddur erlendis þegar málið var þingfest í gærmorgun. Ákærðu neita allir sök og því fer málið í aðalmeðferð.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira