Mikilvægt að vera í góðu formi 7. júní 2005 00:01 "Leikarar verða að vera í góðu formi. Þeir þurfa að geta dansað og hoppað og verða að hafa gott úthald. Ég hef heyrt því haldið fram að heilsan sé það mikilvægasta fyrir leikarann og held það sé mikið til í því," segir Björgvin sem gerir ýmislegt til að halda sér í formi. "Einu sinni var ég í fitness sporti, svo fór ég í einkaþjálfun og núna er ég duglegur að lyfta í ræktinni. Við hjónin æfum saman í Sporthúsinu. Þar fer ég í tæki, lyfti og reyni að hlaupa dálítið líka. Ég er fremur þollítill og verð að hlaupa til að halda þolinu við." Björgvin segir að hann sé bestur þegar hann er í einkaþjálfun og sú aðferð henti best til að halda sér í formi. "Ég er mjög sérhlífinn og á það til að vera of góður við sjálfan mig. Hins vegar er ég afar hlýðinn og geri allt sem einkaþjálfarinn segir mér að gera. Um tíma var ég hjá einkaþjálfaranum Magna Bernharðs sem var rosalega góður. Keyrði mig áfram þannig að stundum var ég alveg að fara að gubba eftir tímann. Ég tek ekki eins mikið á þegar ég er bara einn en reyni þó að gera mitt besta." Björgvin segist fara í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku og viðurkennir að hann mætti fara oftar. Æfingatíminn fer reyndar að einhverju leyti eftir því hvaða verkefni eru í gangi hjá honum því sumar sýningar krefjast meira líkamlegs atgervis en aðrar. Björgvin bendir líka á að mataræðið skipti miklu máli. Það sé ekki nóg að hreyfa sig eingöngu. "Ég nota helgarnar í óhollustu og reyni að borða hollt þess á milli. Svo er líka mikilvægt að fara snemma að sofa og sofa vel. Þetta spilar allt saman." Björgvin hefur í nógu að snúast um þessar mundir og er með eitt og annað í sigtinu. Hann leikur í Klaufum og kóngsdætrum, syngur með Doors-bandinu og er þar fyrir utan alltaf að skemmta og syngja. Þá er gott að geta skoppað um sviðið án þess að blása úr nös. Heilsa Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Leikarar verða að vera í góðu formi. Þeir þurfa að geta dansað og hoppað og verða að hafa gott úthald. Ég hef heyrt því haldið fram að heilsan sé það mikilvægasta fyrir leikarann og held það sé mikið til í því," segir Björgvin sem gerir ýmislegt til að halda sér í formi. "Einu sinni var ég í fitness sporti, svo fór ég í einkaþjálfun og núna er ég duglegur að lyfta í ræktinni. Við hjónin æfum saman í Sporthúsinu. Þar fer ég í tæki, lyfti og reyni að hlaupa dálítið líka. Ég er fremur þollítill og verð að hlaupa til að halda þolinu við." Björgvin segir að hann sé bestur þegar hann er í einkaþjálfun og sú aðferð henti best til að halda sér í formi. "Ég er mjög sérhlífinn og á það til að vera of góður við sjálfan mig. Hins vegar er ég afar hlýðinn og geri allt sem einkaþjálfarinn segir mér að gera. Um tíma var ég hjá einkaþjálfaranum Magna Bernharðs sem var rosalega góður. Keyrði mig áfram þannig að stundum var ég alveg að fara að gubba eftir tímann. Ég tek ekki eins mikið á þegar ég er bara einn en reyni þó að gera mitt besta." Björgvin segist fara í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku og viðurkennir að hann mætti fara oftar. Æfingatíminn fer reyndar að einhverju leyti eftir því hvaða verkefni eru í gangi hjá honum því sumar sýningar krefjast meira líkamlegs atgervis en aðrar. Björgvin bendir líka á að mataræðið skipti miklu máli. Það sé ekki nóg að hreyfa sig eingöngu. "Ég nota helgarnar í óhollustu og reyni að borða hollt þess á milli. Svo er líka mikilvægt að fara snemma að sofa og sofa vel. Þetta spilar allt saman." Björgvin hefur í nógu að snúast um þessar mundir og er með eitt og annað í sigtinu. Hann leikur í Klaufum og kóngsdætrum, syngur með Doors-bandinu og er þar fyrir utan alltaf að skemmta og syngja. Þá er gott að geta skoppað um sviðið án þess að blása úr nös.
Heilsa Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira