Viðskipti innlent

Kaupþing skoðar SkandiaBanken

Kaupþing hefur á áhuga á að kaupa sænska netbankann SkandiaBanken, dótturfyrirtæki Skandia-fyrirtækisins. Frá þessu greinir í sænskum fjölmiðlum í dag. Haft er eftir Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra Kaupþings, að ef SkandiaBanken sé til sölu séu Kaupþingsmenn afar áhugasamir um að skoða þau tækifæri sem þar bjóðist, og aðspurður segir hann peninga ekki vera vandamál hvað hugsanleg kaup varðar. Kaupþing á nú þegar lítinn hluta í móðurfyrirtækinu, Skandia. SkandiaBanken var stofnaður árið 1994 og við hann starfa um 500 manns í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.  





Fleiri fréttir

Sjá meira


×