Viðskipti innlent

Töluverðar líkur á valdaskiptum

Töluverðar líkur er á að nýr meirihluti komist til valda í Íslandsbanka verði af fyrirhugaðri sölu Steinunnar Jónsdóttur á ríflega fjögurra prósenta hlut sínum í bankanum til hóps fjárfesta sem telst vinveittur hinum svokallaða Straumsarmi í bankanum. Hörð valdabarátta hefur undanfarið staðið yfir í bankanum og tekur forstjóri hans, Bjarni Ármannsson, virkan þátt í henni. Nýlega keypti hann hlutabréf í bankanum fyrir 1,3 milljarða króna af Jóni Helga Guðmundssyni, föður Steinunnar. Eftir því sem fréttastofan kemst næst hefur Steinunn, sem sæti á í bankaráðinu, ekki enn gengið frá sölunni. Hlutur hennar telst um átta milljarða króna virði og hafa margir áhuga.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×