Viðskipti innlent

Vill sameina kauphallir í Lundúnum

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, vill að kauphallir Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sameinist kauphöllinni í Lundúnum. Þórður segir að með því náist mikil hagræðing. Kauphallirnar í Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi, Danmörku, Noregi og á Íslandi eru allar í svonefndu Norex-samstarfi og nota þar af leiðandi sama viðskiptakerfið. Sænska kauphöllin OMX á allar þessar kauphallir nema þá í Noregi og hér á Íslandi. Í viðtali við breska fjármálablaðið Financial Times segir Þórður kostina við að fara í samstarf við kauphöllina í Lundúnum ekki myndu nýtast til fulls nema með fullum samruna. Hann segir að engar formlegar viðræður hafi átt sér stað um slík viðskipti þótt Norex-félögin hafi rætt óformlega sín á milli um framtíðina í Evrópu. Þórður segir ýmsar ástæður fyrir því að betra sé að tengja Norex-kauphallirnar við Kauphöllina í Lundúnum en aðrar og tekur sem dæmi kauphöllina í Frankfurt í Þýskalandi, svo sem af menningarlegum og efnahagslegum ástæðum. Þá sé sameinuð norræn og bresk kauphöll í betri aðstöðu til að gera samninga um samvinnu eða sameiningu við kauphallir á öðrum svæðum. OMX, sem yfirtók kauphöllina í Kaupmannahöfn, hefur boðið Kauphöll Íslands til sameiningarviðræðna. Þórður segir að verið sé að skoða þau mál





Fleiri fréttir

Sjá meira


×