Krafinn um 8 milljónir 1. júní 2005 00:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og rithöfundur, er sakaður um að hafa brotið höfundarlög í 120 tilvikum í fyrsta bindi bókar sinnar um ævi nóbelsskáldsins Halldórs Laxness sem kom út haustið 2003. Lögmaður Auðar Laxness, ekkju Halldórs, setur fram refsikröfu í málinu og fer fram á að Hannes verði dæmdur til greiðslu nærri átta milljóna króna í miska- og skaðabætur auk greiðslu málskostnaðar. Meginrök lögmanns Hannesar fyrir því að vísa beri málinu frá eru aðallega þau að málið hafi verið vanreifað þar sem hvert þeirra 120 atriða sem tekin eru fram í stefnu sé ekki nægilega vel rökstutt. Auk þessa sagði lögmaðurinn að réttur stefnanda til að höfða einkarefsimál á hendur Hannesi væri fallinn niður þar sem meira en sex mánuðir hefðu liðið frá því að stefnandi fékk vitneskju um meint brot Hannesar þar til ákæra var lögð fram. Kröfunni um miskabætur að upphæð 2,5 milljónir króna hafnaði lögmaður Hannesar á þeim forsendum að ekki væri rökstutt af hverju þessarar upphæðar væri krafist auk þess sem einungis höfundur verks gæti krafist miskabóta en ekki erfingjar hans. Skaðabótakröfunni að upphæð 5 milljónir var hafnað með þeim rökum að bótakrafa mætti ekki vera hærri en ávinningur meints brotaaðila og ekki hefði verið sýnt fram á ávinning Hannesar af skrifunum. Lögmaður Auðar hafnaði því að málið væri vanreifað þar sem flest þeirra 120 atriða sem tiltekin væru í stefnunni féllu undir sömu greinar laga um höfundarrétt og því óþarft að tiltaka nákvæman rökstuðning fyrir hverju atriði í stefnunni. Hann sagði rök lögmanns Hannesar fyrir fyrningu refsikröfunnar ekki nægileg. Ábyrgðina fyrir útgáfu bókarinnar sagði lögmaðurinn hvíla hjá Hannesi þar sem hann væri höfundur bókarinnar. Úrskurður um frávísunarkröfuna verður kveðinn upp í síðasta lagi 14. júní. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og rithöfundur, er sakaður um að hafa brotið höfundarlög í 120 tilvikum í fyrsta bindi bókar sinnar um ævi nóbelsskáldsins Halldórs Laxness sem kom út haustið 2003. Lögmaður Auðar Laxness, ekkju Halldórs, setur fram refsikröfu í málinu og fer fram á að Hannes verði dæmdur til greiðslu nærri átta milljóna króna í miska- og skaðabætur auk greiðslu málskostnaðar. Meginrök lögmanns Hannesar fyrir því að vísa beri málinu frá eru aðallega þau að málið hafi verið vanreifað þar sem hvert þeirra 120 atriða sem tekin eru fram í stefnu sé ekki nægilega vel rökstutt. Auk þessa sagði lögmaðurinn að réttur stefnanda til að höfða einkarefsimál á hendur Hannesi væri fallinn niður þar sem meira en sex mánuðir hefðu liðið frá því að stefnandi fékk vitneskju um meint brot Hannesar þar til ákæra var lögð fram. Kröfunni um miskabætur að upphæð 2,5 milljónir króna hafnaði lögmaður Hannesar á þeim forsendum að ekki væri rökstutt af hverju þessarar upphæðar væri krafist auk þess sem einungis höfundur verks gæti krafist miskabóta en ekki erfingjar hans. Skaðabótakröfunni að upphæð 5 milljónir var hafnað með þeim rökum að bótakrafa mætti ekki vera hærri en ávinningur meints brotaaðila og ekki hefði verið sýnt fram á ávinning Hannesar af skrifunum. Lögmaður Auðar hafnaði því að málið væri vanreifað þar sem flest þeirra 120 atriða sem tiltekin væru í stefnunni féllu undir sömu greinar laga um höfundarrétt og því óþarft að tiltaka nákvæman rökstuðning fyrir hverju atriði í stefnunni. Hann sagði rök lögmanns Hannesar fyrir fyrningu refsikröfunnar ekki nægileg. Ábyrgðina fyrir útgáfu bókarinnar sagði lögmaðurinn hvíla hjá Hannesi þar sem hann væri höfundur bókarinnar. Úrskurður um frávísunarkröfuna verður kveðinn upp í síðasta lagi 14. júní.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira