Krafinn um 8 milljónir 1. júní 2005 00:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og rithöfundur, er sakaður um að hafa brotið höfundarlög í 120 tilvikum í fyrsta bindi bókar sinnar um ævi nóbelsskáldsins Halldórs Laxness sem kom út haustið 2003. Lögmaður Auðar Laxness, ekkju Halldórs, setur fram refsikröfu í málinu og fer fram á að Hannes verði dæmdur til greiðslu nærri átta milljóna króna í miska- og skaðabætur auk greiðslu málskostnaðar. Meginrök lögmanns Hannesar fyrir því að vísa beri málinu frá eru aðallega þau að málið hafi verið vanreifað þar sem hvert þeirra 120 atriða sem tekin eru fram í stefnu sé ekki nægilega vel rökstutt. Auk þessa sagði lögmaðurinn að réttur stefnanda til að höfða einkarefsimál á hendur Hannesi væri fallinn niður þar sem meira en sex mánuðir hefðu liðið frá því að stefnandi fékk vitneskju um meint brot Hannesar þar til ákæra var lögð fram. Kröfunni um miskabætur að upphæð 2,5 milljónir króna hafnaði lögmaður Hannesar á þeim forsendum að ekki væri rökstutt af hverju þessarar upphæðar væri krafist auk þess sem einungis höfundur verks gæti krafist miskabóta en ekki erfingjar hans. Skaðabótakröfunni að upphæð 5 milljónir var hafnað með þeim rökum að bótakrafa mætti ekki vera hærri en ávinningur meints brotaaðila og ekki hefði verið sýnt fram á ávinning Hannesar af skrifunum. Lögmaður Auðar hafnaði því að málið væri vanreifað þar sem flest þeirra 120 atriða sem tiltekin væru í stefnunni féllu undir sömu greinar laga um höfundarrétt og því óþarft að tiltaka nákvæman rökstuðning fyrir hverju atriði í stefnunni. Hann sagði rök lögmanns Hannesar fyrir fyrningu refsikröfunnar ekki nægileg. Ábyrgðina fyrir útgáfu bókarinnar sagði lögmaðurinn hvíla hjá Hannesi þar sem hann væri höfundur bókarinnar. Úrskurður um frávísunarkröfuna verður kveðinn upp í síðasta lagi 14. júní. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og rithöfundur, er sakaður um að hafa brotið höfundarlög í 120 tilvikum í fyrsta bindi bókar sinnar um ævi nóbelsskáldsins Halldórs Laxness sem kom út haustið 2003. Lögmaður Auðar Laxness, ekkju Halldórs, setur fram refsikröfu í málinu og fer fram á að Hannes verði dæmdur til greiðslu nærri átta milljóna króna í miska- og skaðabætur auk greiðslu málskostnaðar. Meginrök lögmanns Hannesar fyrir því að vísa beri málinu frá eru aðallega þau að málið hafi verið vanreifað þar sem hvert þeirra 120 atriða sem tekin eru fram í stefnu sé ekki nægilega vel rökstutt. Auk þessa sagði lögmaðurinn að réttur stefnanda til að höfða einkarefsimál á hendur Hannesi væri fallinn niður þar sem meira en sex mánuðir hefðu liðið frá því að stefnandi fékk vitneskju um meint brot Hannesar þar til ákæra var lögð fram. Kröfunni um miskabætur að upphæð 2,5 milljónir króna hafnaði lögmaður Hannesar á þeim forsendum að ekki væri rökstutt af hverju þessarar upphæðar væri krafist auk þess sem einungis höfundur verks gæti krafist miskabóta en ekki erfingjar hans. Skaðabótakröfunni að upphæð 5 milljónir var hafnað með þeim rökum að bótakrafa mætti ekki vera hærri en ávinningur meints brotaaðila og ekki hefði verið sýnt fram á ávinning Hannesar af skrifunum. Lögmaður Auðar hafnaði því að málið væri vanreifað þar sem flest þeirra 120 atriða sem tiltekin væru í stefnunni féllu undir sömu greinar laga um höfundarrétt og því óþarft að tiltaka nákvæman rökstuðning fyrir hverju atriði í stefnunni. Hann sagði rök lögmanns Hannesar fyrir fyrningu refsikröfunnar ekki nægileg. Ábyrgðina fyrir útgáfu bókarinnar sagði lögmaðurinn hvíla hjá Hannesi þar sem hann væri höfundur bókarinnar. Úrskurður um frávísunarkröfuna verður kveðinn upp í síðasta lagi 14. júní.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira