Krafinn um 8 milljónir 1. júní 2005 00:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og rithöfundur, er sakaður um að hafa brotið höfundarlög í 120 tilvikum í fyrsta bindi bókar sinnar um ævi nóbelsskáldsins Halldórs Laxness sem kom út haustið 2003. Lögmaður Auðar Laxness, ekkju Halldórs, setur fram refsikröfu í málinu og fer fram á að Hannes verði dæmdur til greiðslu nærri átta milljóna króna í miska- og skaðabætur auk greiðslu málskostnaðar. Meginrök lögmanns Hannesar fyrir því að vísa beri málinu frá eru aðallega þau að málið hafi verið vanreifað þar sem hvert þeirra 120 atriða sem tekin eru fram í stefnu sé ekki nægilega vel rökstutt. Auk þessa sagði lögmaðurinn að réttur stefnanda til að höfða einkarefsimál á hendur Hannesi væri fallinn niður þar sem meira en sex mánuðir hefðu liðið frá því að stefnandi fékk vitneskju um meint brot Hannesar þar til ákæra var lögð fram. Kröfunni um miskabætur að upphæð 2,5 milljónir króna hafnaði lögmaður Hannesar á þeim forsendum að ekki væri rökstutt af hverju þessarar upphæðar væri krafist auk þess sem einungis höfundur verks gæti krafist miskabóta en ekki erfingjar hans. Skaðabótakröfunni að upphæð 5 milljónir var hafnað með þeim rökum að bótakrafa mætti ekki vera hærri en ávinningur meints brotaaðila og ekki hefði verið sýnt fram á ávinning Hannesar af skrifunum. Lögmaður Auðar hafnaði því að málið væri vanreifað þar sem flest þeirra 120 atriða sem tiltekin væru í stefnunni féllu undir sömu greinar laga um höfundarrétt og því óþarft að tiltaka nákvæman rökstuðning fyrir hverju atriði í stefnunni. Hann sagði rök lögmanns Hannesar fyrir fyrningu refsikröfunnar ekki nægileg. Ábyrgðina fyrir útgáfu bókarinnar sagði lögmaðurinn hvíla hjá Hannesi þar sem hann væri höfundur bókarinnar. Úrskurður um frávísunarkröfuna verður kveðinn upp í síðasta lagi 14. júní. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor og rithöfundur, er sakaður um að hafa brotið höfundarlög í 120 tilvikum í fyrsta bindi bókar sinnar um ævi nóbelsskáldsins Halldórs Laxness sem kom út haustið 2003. Lögmaður Auðar Laxness, ekkju Halldórs, setur fram refsikröfu í málinu og fer fram á að Hannes verði dæmdur til greiðslu nærri átta milljóna króna í miska- og skaðabætur auk greiðslu málskostnaðar. Meginrök lögmanns Hannesar fyrir því að vísa beri málinu frá eru aðallega þau að málið hafi verið vanreifað þar sem hvert þeirra 120 atriða sem tekin eru fram í stefnu sé ekki nægilega vel rökstutt. Auk þessa sagði lögmaðurinn að réttur stefnanda til að höfða einkarefsimál á hendur Hannesi væri fallinn niður þar sem meira en sex mánuðir hefðu liðið frá því að stefnandi fékk vitneskju um meint brot Hannesar þar til ákæra var lögð fram. Kröfunni um miskabætur að upphæð 2,5 milljónir króna hafnaði lögmaður Hannesar á þeim forsendum að ekki væri rökstutt af hverju þessarar upphæðar væri krafist auk þess sem einungis höfundur verks gæti krafist miskabóta en ekki erfingjar hans. Skaðabótakröfunni að upphæð 5 milljónir var hafnað með þeim rökum að bótakrafa mætti ekki vera hærri en ávinningur meints brotaaðila og ekki hefði verið sýnt fram á ávinning Hannesar af skrifunum. Lögmaður Auðar hafnaði því að málið væri vanreifað þar sem flest þeirra 120 atriða sem tiltekin væru í stefnunni féllu undir sömu greinar laga um höfundarrétt og því óþarft að tiltaka nákvæman rökstuðning fyrir hverju atriði í stefnunni. Hann sagði rök lögmanns Hannesar fyrir fyrningu refsikröfunnar ekki nægileg. Ábyrgðina fyrir útgáfu bókarinnar sagði lögmaðurinn hvíla hjá Hannesi þar sem hann væri höfundur bókarinnar. Úrskurður um frávísunarkröfuna verður kveðinn upp í síðasta lagi 14. júní.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira