Lögregla greip inn málið of seint 1. júní 2005 00:01 Lögmenn sakborninga í Dettifossmálinu svokallaða, gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar harðlega þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær, og sögðu hana hafa sýnt dómgreindarleysi með því að grípa ekki inn í atburðarásina fyrr. Að auki töluðu þeir fyrir breyttum hugsunarhætti þegar kæmi að ákvörðunum dómstóla um hæfilegar refsingar í málum eins og þessum. "Það hefur ekki skilað neinum árangri að herða refsingar í fíkniefnamálum, eins og gert hefur verið hér á landi. Fíkniefnaneysla minnkar ekkert og harkan í glæpaheiminum ekki heldur, þvert á móti virðist hún aukast ár frá ári. Fólk virðist gleyma því að það er ekki til nein sérstök tegund fíkniefnaneytanda, þetta er fólk úr öllum stéttum," sagði Jón Magnússon, lögfræðingur Óla Hauks Valtýssonar, eins sakborninganna sem játað hefur aðild að málinu, þegar hann ræddi við blaðamann að aðalmeðferð lokinni. Allir sakborninganna í þessu máli voru í neyslu fíkniefna, á þeim tíma sem fíkniefnasmyglið átti sér stað. Smyglið var líka illa ígrundað og var auðvelt fyrir lögreglu að fylgjast með málinu meðan á því stóð. Þannig fylgdi lögreglan málinu eftir allan tímann með símahlerunum. Fíkniefnunum, tæpum átta kílóum af amfetamíni, sem reyndist eftir rannsókn vera útþynnt með koffeini, var komið fyrir í loftpressu sem send var hingað til lands með vöruflutningaskipinu Dettifossi. Vinnubrögð lögreglunnar voru undarleg að mati lögmanna sakborninganna, þar sem svo virtist vera að kappkostað væri að ná sakborningum öllum í sem versta stöðu. "Það er í verkahring lögreglunnar að gæta þess að farið sé að lögum og hún á grípa inn í þegar hún hefur tök á því. Hún á að koma í veg fyrir afbrot ef hún mögulega getur og í þessu tilfelli er það alveg ljóst, að lögreglan virtist reyna eftir fremsti megni að þyngja skell þeirra sem þarna voru þátttakendur, og það er óábyrgt af lögreglunni að haga málum þannig. Í þessu máli svipti einn mannanna sem tengdust málinu sig lífi í gæsluvarðhaldi, meðal annars vegna þess hversu mikil spenna var komin í málið," sagði Jón. Brynjar Níelsson, lögmaður Hinriks Jóhannssonar, er sammála Jóni í þessu og segir þessa aðferðafræði lögreglunnar gagnrýniverða. "Ég hef bent á það áður, í öðru ótengdu dómsmáli, að það getur reynst hættulegt að hækka spennustigið í glæpamálum eins og þessum með því að grípa ekki inn í málin strax og það er hægt, ég tala nú ekki um þegar þátttakendur í málinu eru allir í mikilli neyslu fíkniefna, eins og var í þessu tilfelli, þá þarf ekki mikið útaf að bregða svo illa fari," sagði Brynjar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Lögmenn sakborninga í Dettifossmálinu svokallaða, gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar harðlega þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær, og sögðu hana hafa sýnt dómgreindarleysi með því að grípa ekki inn í atburðarásina fyrr. Að auki töluðu þeir fyrir breyttum hugsunarhætti þegar kæmi að ákvörðunum dómstóla um hæfilegar refsingar í málum eins og þessum. "Það hefur ekki skilað neinum árangri að herða refsingar í fíkniefnamálum, eins og gert hefur verið hér á landi. Fíkniefnaneysla minnkar ekkert og harkan í glæpaheiminum ekki heldur, þvert á móti virðist hún aukast ár frá ári. Fólk virðist gleyma því að það er ekki til nein sérstök tegund fíkniefnaneytanda, þetta er fólk úr öllum stéttum," sagði Jón Magnússon, lögfræðingur Óla Hauks Valtýssonar, eins sakborninganna sem játað hefur aðild að málinu, þegar hann ræddi við blaðamann að aðalmeðferð lokinni. Allir sakborninganna í þessu máli voru í neyslu fíkniefna, á þeim tíma sem fíkniefnasmyglið átti sér stað. Smyglið var líka illa ígrundað og var auðvelt fyrir lögreglu að fylgjast með málinu meðan á því stóð. Þannig fylgdi lögreglan málinu eftir allan tímann með símahlerunum. Fíkniefnunum, tæpum átta kílóum af amfetamíni, sem reyndist eftir rannsókn vera útþynnt með koffeini, var komið fyrir í loftpressu sem send var hingað til lands með vöruflutningaskipinu Dettifossi. Vinnubrögð lögreglunnar voru undarleg að mati lögmanna sakborninganna, þar sem svo virtist vera að kappkostað væri að ná sakborningum öllum í sem versta stöðu. "Það er í verkahring lögreglunnar að gæta þess að farið sé að lögum og hún á grípa inn í þegar hún hefur tök á því. Hún á að koma í veg fyrir afbrot ef hún mögulega getur og í þessu tilfelli er það alveg ljóst, að lögreglan virtist reyna eftir fremsti megni að þyngja skell þeirra sem þarna voru þátttakendur, og það er óábyrgt af lögreglunni að haga málum þannig. Í þessu máli svipti einn mannanna sem tengdust málinu sig lífi í gæsluvarðhaldi, meðal annars vegna þess hversu mikil spenna var komin í málið," sagði Jón. Brynjar Níelsson, lögmaður Hinriks Jóhannssonar, er sammála Jóni í þessu og segir þessa aðferðafræði lögreglunnar gagnrýniverða. "Ég hef bent á það áður, í öðru ótengdu dómsmáli, að það getur reynst hættulegt að hækka spennustigið í glæpamálum eins og þessum með því að grípa ekki inn í málin strax og það er hægt, ég tala nú ekki um þegar þátttakendur í málinu eru allir í mikilli neyslu fíkniefna, eins og var í þessu tilfelli, þá þarf ekki mikið útaf að bregða svo illa fari," sagði Brynjar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira