Erfitt að losna við vonda nágranna 31. maí 2005 00:01 Héraðsdómari segir í úrskurði að breytinga sé þörf á sönnunarfærslu vegna brota á húsfriði. Erfitt er að losna við vonda nágranna þar sem lögregluskýrslur fást ekki afhentar. Fjöldi útburðarmála fer fyrir dómstóla á hverju ári. Fyrir helgi var kveðinn upp dómur í einu slíku þar sem Félagsbústaðir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar, vildu segja leigjanda upp húsnæðinu eftir að nágrannar höfðu ítrekað kvartað undan hávaða. Dómari taldi ljóst væri að viðkomandi hafi verið með ónæði og hávaða. Hrund Kristinsdóttir, lögmaður Húseigendafélagsins fagnar ummælum dómarans sem þó varð að hafna útburðarbeiðni hennar fyrir hönd félagsbústaðanna. Hún segir að dómaranum hafi greinilega ofboðið því svona mála séu þess eðlis að saklausu fólki, sem á að njóta þeirra stjórnarskrárvernduðu réttinda að búa heima hjá sér í friði, er meinað að afla sönnunargagna fyrir því að á þeim sé brotið. Dómarinn í fyrrgreindu máli segir í niðurstöðu úrskurðarins að fokið sé i flest skjól þeirra sem sæta brotum á húsfriði. Lögregla neiti þeim um skýrslur sem lýsa tilefni útkalls á grundvelli persónuverndar hins brotlega, en lögregluskýrslur hafi fram til þessa reynst sterkasta haldreipi þeirra sem brot á húsfriði þurfi að þola. Vitnaleiðslur eru ekki í slíkum þar sem um flýtimeðferðir er að ræða. Þá segir dómarinn að fólki sé fyrirmunað að sanna mál sitt með milliliðalausri sönnunarfærslu fyrir dómi eftir þeirri réttarframkvæmd sem ríkt hefur. Dómarinn segir að það séu stjórnarskrárvarin grundvallarmannréttindi að búa við frið á heimili sínu og þetta ástand knýi á um breytingar í málum af þessu tagi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Héraðsdómari segir í úrskurði að breytinga sé þörf á sönnunarfærslu vegna brota á húsfriði. Erfitt er að losna við vonda nágranna þar sem lögregluskýrslur fást ekki afhentar. Fjöldi útburðarmála fer fyrir dómstóla á hverju ári. Fyrir helgi var kveðinn upp dómur í einu slíku þar sem Félagsbústaðir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar, vildu segja leigjanda upp húsnæðinu eftir að nágrannar höfðu ítrekað kvartað undan hávaða. Dómari taldi ljóst væri að viðkomandi hafi verið með ónæði og hávaða. Hrund Kristinsdóttir, lögmaður Húseigendafélagsins fagnar ummælum dómarans sem þó varð að hafna útburðarbeiðni hennar fyrir hönd félagsbústaðanna. Hún segir að dómaranum hafi greinilega ofboðið því svona mála séu þess eðlis að saklausu fólki, sem á að njóta þeirra stjórnarskrárvernduðu réttinda að búa heima hjá sér í friði, er meinað að afla sönnunargagna fyrir því að á þeim sé brotið. Dómarinn í fyrrgreindu máli segir í niðurstöðu úrskurðarins að fokið sé i flest skjól þeirra sem sæta brotum á húsfriði. Lögregla neiti þeim um skýrslur sem lýsa tilefni útkalls á grundvelli persónuverndar hins brotlega, en lögregluskýrslur hafi fram til þessa reynst sterkasta haldreipi þeirra sem brot á húsfriði þurfi að þola. Vitnaleiðslur eru ekki í slíkum þar sem um flýtimeðferðir er að ræða. Þá segir dómarinn að fólki sé fyrirmunað að sanna mál sitt með milliliðalausri sönnunarfærslu fyrir dómi eftir þeirri réttarframkvæmd sem ríkt hefur. Dómarinn segir að það séu stjórnarskrárvarin grundvallarmannréttindi að búa við frið á heimili sínu og þetta ástand knýi á um breytingar í málum af þessu tagi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira