Viðskipti innlent

Gengi krónunnar áfram hátt

Gengi krónunnar verður hátt áfram út þetta ár og á næsta ári samkvæmt Morgunkorni Íslandsbanka. Mikill munur innlendra og erlendra vaxta ásamt horfum í efnahagsmálum mun áfram hvetja til stöðutöku með krónunni. Samkvæmt spá bankans er ólíklegt að krónan muni lækka svo miklu nemi fyrr en undir lok næsta árs og fram á árið 2007. Mikill viðskiptahalli grefur þá undan styrk krónunnar. Greiningardeildin telur að gengisvísitalan muni sveiflast á bilinu 105 til 115 stig það sem eftir er árs en nú stendur hún í 112,5 stigum. Samkvæmt spánni mun gengisvísitalan fara yfir 120 stig á síðari hluta næsta árs sem er ríflega 6% lækkun frá núverandi gildi. Krónan mun veikjast frekar á árinu 2007 eða um tæplega 8% og vísitalan fer yfir 130 stig. Gengið mun síðan leita jafnvægis í lok árs 2007 í vísitölugildinu 130 til 135.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×