Sektaður fyrir að veifa riffli 29. maí 2005 00:01 Maður á þrítugsaldri, sem gekk um Akureyrarbæ og veifaði veiðiriffli í júlí í fyrra með þeim afleiðingum að sérsveitin var kölluð út, hefur verið dæmdur í 30 þúsund króna sekt í Héraðsdómi Norðurlands fyrir brot á vopnalögum. Mikill viðbúnaður var í bænum meðan maðurinn gekk um með riffilinn en lögregla taldi hann hafa hleypt af skotum. Það reyndist við athugun ekki vera rétt því í ljós kom að hann virtist ekki hafa kunnað að setja riffilinn saman og ómögulegt var að setja í hann skot. Að sögn Eyþórs Þorbergssonar, sýslufulltrúa á Akureyri, var hins vegar verið að skjóta fugla á flugvellinum á sama tíma og hvellirnir þaðan rugluðu menn í ríminu. Lögreglan vissi að maðurinn ætlaði inn í hús við Aðalstræti að gera upp sakir við mann sem honum hafði sinnast við fyrr um daginn og lokaði götunni. Sérsveitarmenn voru fengnir til að aðstoða lögreglu við að handtaka manninn en hann gafst upp eftir að hafa brotist inn í mannlaust hús við götuna. Maðurinn var dæmdur í 30 þúsund króna sekt vegna brota á vopnalögum þar sem hann gekk um með skotvopn á almannafæri en þetta er sjöundi dómurinn sem maðurinn fær. Hann hefur áður hlotið sex dóma fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Maður á þrítugsaldri, sem gekk um Akureyrarbæ og veifaði veiðiriffli í júlí í fyrra með þeim afleiðingum að sérsveitin var kölluð út, hefur verið dæmdur í 30 þúsund króna sekt í Héraðsdómi Norðurlands fyrir brot á vopnalögum. Mikill viðbúnaður var í bænum meðan maðurinn gekk um með riffilinn en lögregla taldi hann hafa hleypt af skotum. Það reyndist við athugun ekki vera rétt því í ljós kom að hann virtist ekki hafa kunnað að setja riffilinn saman og ómögulegt var að setja í hann skot. Að sögn Eyþórs Þorbergssonar, sýslufulltrúa á Akureyri, var hins vegar verið að skjóta fugla á flugvellinum á sama tíma og hvellirnir þaðan rugluðu menn í ríminu. Lögreglan vissi að maðurinn ætlaði inn í hús við Aðalstræti að gera upp sakir við mann sem honum hafði sinnast við fyrr um daginn og lokaði götunni. Sérsveitarmenn voru fengnir til að aðstoða lögreglu við að handtaka manninn en hann gafst upp eftir að hafa brotist inn í mannlaust hús við götuna. Maðurinn var dæmdur í 30 þúsund króna sekt vegna brota á vopnalögum þar sem hann gekk um með skotvopn á almannafæri en þetta er sjöundi dómurinn sem maðurinn fær. Hann hefur áður hlotið sex dóma fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira