Þrjú ár fyrir tæp þrjú kíló 26. maí 2005 00:01 Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir fjórum sakborningum í einum anga Dettifossmálsins. Sá angi snýr að innflutningi á um 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. Dettifossmálið svokallaða er þó mun stærra í heild sinni. Einn hinna ákærðu, Hinrik Jóhannsson, keypti í mars 2004 1.600 grömm af amfetamíni í Amsterdam og afhenti Jóni Arnari Reynissyni, þá skipverja á Dettifossi, efnið tveimur dögum síðar í Rotterdam til flutnings. Einnig sótti Jón Arnar, með öðrum óþekktum manni, 1.100 grömm af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni sem voru grafin í jörðu nærri sjómannaheimilinu í Rotterdam. Sigurður Þór Sigurðsson, annar skipverji á Dettifossi, aðstoðaði Jón Arnar við að koma efnunum fyrir í gámi í skipinu og útvegaði honum auk þess innsigli á gáminn. Jón Arnar sem þá átti sjálfur við fíkniefnavanda að stríða rauf hins vegar innsiglið á leið yfir hafið til þess að komast í efnin sjálfur. Skipverji varð svo var við það að innsiglið hafði verið rofið, fór inn í gáminn og fann þar pakkana með fíkniefnunum og lét skipstjóra vita. Skipstjórinn hafði samband við lögreglu sem gerði efnin upptæk þegar skipið lagði að bryggju. Í öðrum lið ákærunnar er dæmt fyrir um 400 grömm af amfetamíni sem Jón Arnar reyndi að flytja hingað til lands fyrir Hinrik með Dettifossi í júní sama ár en guggnaði og losaði sig við efnin áður en ferðinni lauk. Maðurinn sem grunaður var um að hafa afhent honum efnin var sýknaður af þeim lið ákærunnar og skipti þar miklu að Hinrik breytti fyrri framburði sínum fyrir dómi og vildi sjálfur taka ábyrgð á því að hafa keypt efnin. Maðurinn var hins vegar dæmdur í fésektir fyrir að hafa undir höndum um 17 grömm af amfetamíni sem lögregla lagði hald á í húsleit hjá honum. Hinrik var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2 kílóum af amfetamíni, Jón Arnar í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2,7 kílóum af amfetamíni og tæplega 600 grömmum af kókaíni og Sigurður Þór í eins árs fangelsi fyrir að hafa aðstoðað Jón Arnar við innflutninginn og að hafa reynt að flytja hingað til lands nokkurt magn af munn- og neftóbaki. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir fjórum sakborningum í einum anga Dettifossmálsins. Sá angi snýr að innflutningi á um 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömmum af kókaíni. Dettifossmálið svokallaða er þó mun stærra í heild sinni. Einn hinna ákærðu, Hinrik Jóhannsson, keypti í mars 2004 1.600 grömm af amfetamíni í Amsterdam og afhenti Jóni Arnari Reynissyni, þá skipverja á Dettifossi, efnið tveimur dögum síðar í Rotterdam til flutnings. Einnig sótti Jón Arnar, með öðrum óþekktum manni, 1.100 grömm af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni sem voru grafin í jörðu nærri sjómannaheimilinu í Rotterdam. Sigurður Þór Sigurðsson, annar skipverji á Dettifossi, aðstoðaði Jón Arnar við að koma efnunum fyrir í gámi í skipinu og útvegaði honum auk þess innsigli á gáminn. Jón Arnar sem þá átti sjálfur við fíkniefnavanda að stríða rauf hins vegar innsiglið á leið yfir hafið til þess að komast í efnin sjálfur. Skipverji varð svo var við það að innsiglið hafði verið rofið, fór inn í gáminn og fann þar pakkana með fíkniefnunum og lét skipstjóra vita. Skipstjórinn hafði samband við lögreglu sem gerði efnin upptæk þegar skipið lagði að bryggju. Í öðrum lið ákærunnar er dæmt fyrir um 400 grömm af amfetamíni sem Jón Arnar reyndi að flytja hingað til lands fyrir Hinrik með Dettifossi í júní sama ár en guggnaði og losaði sig við efnin áður en ferðinni lauk. Maðurinn sem grunaður var um að hafa afhent honum efnin var sýknaður af þeim lið ákærunnar og skipti þar miklu að Hinrik breytti fyrri framburði sínum fyrir dómi og vildi sjálfur taka ábyrgð á því að hafa keypt efnin. Maðurinn var hins vegar dæmdur í fésektir fyrir að hafa undir höndum um 17 grömm af amfetamíni sem lögregla lagði hald á í húsleit hjá honum. Hinrik var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2 kílóum af amfetamíni, Jón Arnar í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á um 2,7 kílóum af amfetamíni og tæplega 600 grömmum af kókaíni og Sigurður Þór í eins árs fangelsi fyrir að hafa aðstoðað Jón Arnar við innflutninginn og að hafa reynt að flytja hingað til lands nokkurt magn af munn- og neftóbaki.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira