Innlent

Hverfandi líkur á að fólk smitist

>  Fuglarnir bera hana í slími í öndunarvegi og skilja hana út með saur. Mjög litlar líkur eru taldar á því að hún geti borist í fólk, þótt hún sé til staðar í vatnafuglum hér. Þetta segir Þórólfur Guðnason læknir, sem starfar hjá embætti sóttvarnalæknis. Spurður um nýtt bóluefni gegn flensunni sem Kínverjar segjast hafa fundið upp segir Þórólfur að það eigi eftir að koma í ljós hvort þær fullyrðingar standist. Engin bóluefni séu 100 prósent virk. "Það er alveg eins viðbúið að komi upp nýr stofn veirunnar við stökkbreytingu, sem fari að smitast á milli manna, verði bóluefnið ekki eins virkt og menn vildu að það yrði. En það gæti dregið úr sýkingum og mildað einkennin allverulega. Það færi allt eftir því hversu ólíkur hinn stökkbreytti stofn yrði hinum, hvað hann breytti sér mikið og hvernig hann breytti sér. Þetta er einfaldlega ekki vitað enn sem komið er."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×