Innlent

Ný reglugerð gegn smitsjúkdómum

Mörg ákvæði nýju reglugerðarinnar byggjast á þeirri reynslu sem fengist hefur á undanförnum 30 árum, að því er fram kemur á heimasíðu Landlæknisembættisins. Þörfin á nýjum alþjóðlegum reglum og samstilltum alþjóðaviðbrögðum varð þjóðum heims ljós þegar bráðalungnabólgan, HABL, reið yfir 2003 og fuglainflúensan hófst í Asíu 2004. Nýja reglugerðin tekur til allra sótta sem breiðst geta út og ógnað þjóðum heims. HInar eldri tók einungis til kóleru, svarta dauða og gulusóttar, bólusóttar, rykkjasóttar og taugaveiki. Endurskoðun alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar hefur tekið mörg ár. Frá því í nóvember 2004 hafa átt sér stað erfiðar samningaviðræður fulltrúa 192 aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um nýju reglugerðina. Fulltrúar Íslands í þeim samningum voru Haraldur Briem sóttvarnalæknir og Sólveig Guðmundsdóttir, yfirlögfræðingur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisns. Nýja reglugerðin tekur formlega gildi tveimur árum eftir að WHA samþykkti hana



Fleiri fréttir

Sjá meira


×