Viðskipti innlent

Næstbesta afkoma frá upphafi

Flugleiðir, eða FL Group, skiluðu 25 milljóna króna hagnaði fyrstu þrjá mánuði ársins sem er um 880 milljónum króna betri afkoma en á sama tímabili í fyrra. Þetta er næstbesta afkoma af starfsemi félagsins á þessum árstíma frá upphafi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Flugleiðum einkenndist starfsemin á fyrsta ársfjórðungi af miklum hagnaði af fjárfestingastarfsemi sem hafi verið grundvöllur bættrar afkomu á tímabilinu. Þá hafi mikil flugvélaviðskipti sett svip á starfsemi félagsins. Velta Flugleiða jókst um 7,4% milli ára á fyrsta ársfjórðungi ársins og rekstrartekjur námu tæplega átta milljörðum króna. Hagnaður fyrir skatta var 27 milljónir króna en á sama tímabili í fyrra var tap félagsins um einn milljarður króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×