Viðskipti innlent

Stýrir gámaflutningastarfsemi ytra

Daninn Mikael Hassing, fyrrverandi forstjóri skipafélagsins Mærsk á Bretlandi, hefur verið ráðinn forstjóri Samskipa, við hlið Ásbjörns Gíslasonar. Hassing stýrir gámaflutningastarfsemi Samskipa erlendis. Ásbjörn Gíslason, sem leitt hefur útrás Samskipa erlendis undanfarin ár, hefur tekið við rekstri félagsins á Íslandi af Knúti G. Haukssyni, sem hverfur til annarra starfa. Nýr forstjóri félagsins við hlið hans er Michael Hassing, en hann hefur 25 ára starfsreynslu úr alþjóðalegri skipaflutningastarfsemi hjá AP Möller-Mærsk Group. Meginverkefni Hassing, sem undanfarin ár hefur gegnt starfi forstjóra Mærsk á Bretlandseyjum, verður að stýra ört vaxandi gámaflutningastarfsemi Samskipa erlendis og flutningsmiðlunarþjónustu félagsins. Stjórnarformaður Samskipa segir breytingarnar styrkja félagið og skerpa áherslurnar í starfsemi þess. Hassing telur að framtíð Samskipa sé afar björt. Samskip hafi náð góðum árangri á undanförnum þremur til fjórum árum. Viðskiptavinurinn sé í fyrirrúmi hjá félaginu og gæðaþjónusta þess sé mjög áreiðanleg. Hann sé sannfærður um að Samskip eflist enn frekar þegar fram líði stundir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×