Leggjum niður allar deilur 20. maí 2005 00:01 Sáttumleitanir mátti greina í setningarræðu Össurs Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, við upphaf Landsfundar flokksins í gær. "Á þessum fundi snúum við bökum saman, á þessum fundi er lokið harðri baráttu um forystu í hreyfingunni og á þessum fundi tökum við þeirri niðurstöðu sem fengin er í atkvæðagreiðslu allra flokksmanna. Á þessum fundi leggjum við niður allar deilur, hvort sem við höfum komið hingað sem liðsmenn Össurar eða Ingibjargar," sagði hann í upphafi ræðu sinnar. Hann rifjaði upp sundrungina sem einkennt hefur vinstri vænginn í stjórnmálunum og sagði hana hafa dregið úr afli og áhrifum þeirra flokka sem Samfylkingin á rætur sínar til. "Samstaðan er það afl sem ekkert fær staðist," sagði Össur. Ekki sár til langframa Hann sagði að kosningabaráttan í formannskjörinu hafi ekki vakið upp svo harkalegar deilur að þær skilji eftir sár til langframa. "Flokkadrættir hafa fráleitt verið slíkir að úr þeim geti ekki fljótlega jafnast. Lokaáhrifin velta hins vegar nokkuð á okkur sem vorum í framboði. Það er ákaflega brýnt aðsá okkar frambjóðendanna sem ber sigur úr býtum kappkosti að verða formaður allrar Samfylkingarinnar," sagði Össur. Hann sagði að flokkurinn og málstaður flokksmanna væri mikilvægari en persónuleg völd og vegsemd. "Skilaboð okkar til þjóðarinnar af þessum fundi eiga því að vera um samstöðu, eindrægni, samheldni. Hvernig sem fer mun ég leggja mig allan fram til að tryggja það og ég veit að sama gildir um Ingibjörgi Sólrúnu," sagði Össur og var þessum orðum hans fagnað með lófataki landsfundarfulltrúa. Vantaði herslumuninn Össur sagði að Samfylkingin útilokaði ekki samstarf í ríkisstjórn við neinn núverandi stjórnmálaflokk en Samfylkingin hljóti hins vegar að stefna að því í næstu þingkosningum að fella ríkisstjórnina sem þá hafi setið í tólf ár. Hann sagði að ekki hafi vantað nema herslumuninn til þess að ríkisstjórnin hafi verið felld í síðustu kosningum. "Það var skrumskæling á lýðræðinu að hrossakaup stjórnarflokkanna urðu til þess að augljós breytingavilji þjóðarinnar var hundsaður og ríkisstjórnin haltraði áfram," sagði Össur. Hann sagði að Samfylkingin ætlaði sér meira en að vera næststærsti flokkurinn. "Við ætlum okkur að verða ráðandi afl. Við ætlum okkur að verða stærsti flokkruinn í næstu kosningum Þessi fundur er upphafið að því," sagði Össur og var enn fagnað með lófataki. Samfylkingin engin skyndibóla Þá sagði Össur að andstæðingar Samfylkingarinnar hefðu lengi vel afskrifað flokkinn sem tímabundna bólu sem myndi hjaðna. "Bæði til hægri og vinstri biðu menn eftir því að þær systur sundrung og ósætti tækju völdin í okkar liði. En það hefur ekki gerst og það mun ekki gera. Samfylkingin er engin skyndibóla. Sú kenning er fallin," sagði Össur. Hann sagði að tímabilið fram að næstu þingkosningum gæti reynst eitt hið mikilvægasta í stuttri sögu flokksins. Tvenns konar verkefni bíði forystumanna flokksins, annars vegar að styrkja innviði flokksins og hins vegar að ná góðum árangri í sveitarstjórnarkosningunum 2006 og í þingkosningunum 2007. Norræna módelið fyrirmynd Össur benti á að alþjóðlegir mælikvarðar sýni Norðurlöndin alls staðar í toppi. Einu gildi hvort litið sé til tekna á mann, framleiðni í atvinnulífi, heilsufars, lýðræðis, samkeppnishæfni, umhverfisgátar eða heiðarleika í stjórnmálum og viðskiptum. Hann sagði það enga tilviljun. Norðurlöndunum hafi tekist betur en annars staðar að ná hinu vandfundna jafnvægi milli samkeppni og samvinnu, milli gróðasjónarmiða og félagslegs öryggis, milli kapítalisma og sósíalisma. "Það er sérlega athyglisvert, ekki síst fyrir okkur jafnaðarmenn, að meðan norræna módelið nýtur vaxandi athygli og virðingar á alþjóðavettvangi er æ minna talað um bandaríska frjálshyggjumódelið, sem hefur mjög smitað inn í áherslur núverandi ríkisstjórnar. Áhersla bandaríska módelsins á síngirni, hámarkasgróða, markaðstrú, ríkisfjandskap og skattleysi stenst ekki dóm reynslunnar, " sagði Össur. Hann sagði að norræna módelið væri skilgetið afkvæmi jafnaðarflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndunum. Það spinni úr þráðum hinna gömlu og góðu gilda klassískrar jafnaðarstefnu nýjar lausnir á nýjum vandamálum þar sem samábyrgð og félagslegt velferðarnet ýti undir skapandi afl einstaklingsins. Fimm meginmarkmið Össur sagði að vöxtur þjóðartekna á næstu árum ætti að verða nýttur til þess að ná fram fimm meginmarkmiðum sem byggja eigi upp í anda jafnaðarstefnunnar og norræna módelsins. Þau séu í fyrsta lagi efling velferðarþjónustunnar þar sem sérstök áhersla verði lögð á að útrýma launamisrétti í samfélaginu. Í öðru lagi stórefling á fjárfestingu í menntun og heilbrigði. Í þriðja lagi leiðrétting á hlut sveitarfélaganna og undirbúningi að frekari tilfærslu á verkefnum til þeirra. Í gjórða lagi að búa frumkvöðlum, sprotafyrirtækjum, smáfyrirtækjum og einyrkjum skilyrði eins og best þekkjast í heiminum og í fimmta lagi umsköpun samfélagsins í sátt við landið okkar til þess að bregðast við yfirvofandi umhverfisvá. Hann sagði að vissulega ríkti velsæld á Íslandi. "En við höfum vaxandi áhyggjur af því hve margir verða útundan í velsældinni á Íslandi," sagði Össur. Hann sagði að láglaunafólk, aldraðir og öryrkjar hafi dregist aftur úr í kjörum á valdatíma núverandi ríkisstjórnar miðað við aðra hópa í samfélaginu. "Við höfum mótað tillögur um hvernig bæta eigi úr því," sagði hann. Erum á réttri leið Að lokum hvatti hann landsfundarfulltrúa til að vinna vel og vera virk á þessum þriðja landsfundi Samfylkingarinnar. "Við erum á réttri leið og við skulum ekki láta persónukjör hér á fundinum trufla um of þau mikilvægu verk sem hér þarf að vinna. Höfum það hugfast að við eigum innan skamms brýnt erindi við kjósendur. Við erum hér á næstu þremur dögum að leggja drögin að komandi sigrum. Það eru málefnin, sannfæringin og samstaðan sem munu færa okkur sigrana," sagði Össur. "Sýnum samstöðu og eindrægni. Það eru mín helstu skilaboð til ykkar í upphafi þessarar sögulegu samkomu íslenskra jafnaðarmanna," sagði hann að lokum og var fagnað með standandi lófataki Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Sáttumleitanir mátti greina í setningarræðu Össurs Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, við upphaf Landsfundar flokksins í gær. "Á þessum fundi snúum við bökum saman, á þessum fundi er lokið harðri baráttu um forystu í hreyfingunni og á þessum fundi tökum við þeirri niðurstöðu sem fengin er í atkvæðagreiðslu allra flokksmanna. Á þessum fundi leggjum við niður allar deilur, hvort sem við höfum komið hingað sem liðsmenn Össurar eða Ingibjargar," sagði hann í upphafi ræðu sinnar. Hann rifjaði upp sundrungina sem einkennt hefur vinstri vænginn í stjórnmálunum og sagði hana hafa dregið úr afli og áhrifum þeirra flokka sem Samfylkingin á rætur sínar til. "Samstaðan er það afl sem ekkert fær staðist," sagði Össur. Ekki sár til langframa Hann sagði að kosningabaráttan í formannskjörinu hafi ekki vakið upp svo harkalegar deilur að þær skilji eftir sár til langframa. "Flokkadrættir hafa fráleitt verið slíkir að úr þeim geti ekki fljótlega jafnast. Lokaáhrifin velta hins vegar nokkuð á okkur sem vorum í framboði. Það er ákaflega brýnt aðsá okkar frambjóðendanna sem ber sigur úr býtum kappkosti að verða formaður allrar Samfylkingarinnar," sagði Össur. Hann sagði að flokkurinn og málstaður flokksmanna væri mikilvægari en persónuleg völd og vegsemd. "Skilaboð okkar til þjóðarinnar af þessum fundi eiga því að vera um samstöðu, eindrægni, samheldni. Hvernig sem fer mun ég leggja mig allan fram til að tryggja það og ég veit að sama gildir um Ingibjörgi Sólrúnu," sagði Össur og var þessum orðum hans fagnað með lófataki landsfundarfulltrúa. Vantaði herslumuninn Össur sagði að Samfylkingin útilokaði ekki samstarf í ríkisstjórn við neinn núverandi stjórnmálaflokk en Samfylkingin hljóti hins vegar að stefna að því í næstu þingkosningum að fella ríkisstjórnina sem þá hafi setið í tólf ár. Hann sagði að ekki hafi vantað nema herslumuninn til þess að ríkisstjórnin hafi verið felld í síðustu kosningum. "Það var skrumskæling á lýðræðinu að hrossakaup stjórnarflokkanna urðu til þess að augljós breytingavilji þjóðarinnar var hundsaður og ríkisstjórnin haltraði áfram," sagði Össur. Hann sagði að Samfylkingin ætlaði sér meira en að vera næststærsti flokkurinn. "Við ætlum okkur að verða ráðandi afl. Við ætlum okkur að verða stærsti flokkruinn í næstu kosningum Þessi fundur er upphafið að því," sagði Össur og var enn fagnað með lófataki. Samfylkingin engin skyndibóla Þá sagði Össur að andstæðingar Samfylkingarinnar hefðu lengi vel afskrifað flokkinn sem tímabundna bólu sem myndi hjaðna. "Bæði til hægri og vinstri biðu menn eftir því að þær systur sundrung og ósætti tækju völdin í okkar liði. En það hefur ekki gerst og það mun ekki gera. Samfylkingin er engin skyndibóla. Sú kenning er fallin," sagði Össur. Hann sagði að tímabilið fram að næstu þingkosningum gæti reynst eitt hið mikilvægasta í stuttri sögu flokksins. Tvenns konar verkefni bíði forystumanna flokksins, annars vegar að styrkja innviði flokksins og hins vegar að ná góðum árangri í sveitarstjórnarkosningunum 2006 og í þingkosningunum 2007. Norræna módelið fyrirmynd Össur benti á að alþjóðlegir mælikvarðar sýni Norðurlöndin alls staðar í toppi. Einu gildi hvort litið sé til tekna á mann, framleiðni í atvinnulífi, heilsufars, lýðræðis, samkeppnishæfni, umhverfisgátar eða heiðarleika í stjórnmálum og viðskiptum. Hann sagði það enga tilviljun. Norðurlöndunum hafi tekist betur en annars staðar að ná hinu vandfundna jafnvægi milli samkeppni og samvinnu, milli gróðasjónarmiða og félagslegs öryggis, milli kapítalisma og sósíalisma. "Það er sérlega athyglisvert, ekki síst fyrir okkur jafnaðarmenn, að meðan norræna módelið nýtur vaxandi athygli og virðingar á alþjóðavettvangi er æ minna talað um bandaríska frjálshyggjumódelið, sem hefur mjög smitað inn í áherslur núverandi ríkisstjórnar. Áhersla bandaríska módelsins á síngirni, hámarkasgróða, markaðstrú, ríkisfjandskap og skattleysi stenst ekki dóm reynslunnar, " sagði Össur. Hann sagði að norræna módelið væri skilgetið afkvæmi jafnaðarflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndunum. Það spinni úr þráðum hinna gömlu og góðu gilda klassískrar jafnaðarstefnu nýjar lausnir á nýjum vandamálum þar sem samábyrgð og félagslegt velferðarnet ýti undir skapandi afl einstaklingsins. Fimm meginmarkmið Össur sagði að vöxtur þjóðartekna á næstu árum ætti að verða nýttur til þess að ná fram fimm meginmarkmiðum sem byggja eigi upp í anda jafnaðarstefnunnar og norræna módelsins. Þau séu í fyrsta lagi efling velferðarþjónustunnar þar sem sérstök áhersla verði lögð á að útrýma launamisrétti í samfélaginu. Í öðru lagi stórefling á fjárfestingu í menntun og heilbrigði. Í þriðja lagi leiðrétting á hlut sveitarfélaganna og undirbúningi að frekari tilfærslu á verkefnum til þeirra. Í gjórða lagi að búa frumkvöðlum, sprotafyrirtækjum, smáfyrirtækjum og einyrkjum skilyrði eins og best þekkjast í heiminum og í fimmta lagi umsköpun samfélagsins í sátt við landið okkar til þess að bregðast við yfirvofandi umhverfisvá. Hann sagði að vissulega ríkti velsæld á Íslandi. "En við höfum vaxandi áhyggjur af því hve margir verða útundan í velsældinni á Íslandi," sagði Össur. Hann sagði að láglaunafólk, aldraðir og öryrkjar hafi dregist aftur úr í kjörum á valdatíma núverandi ríkisstjórnar miðað við aðra hópa í samfélaginu. "Við höfum mótað tillögur um hvernig bæta eigi úr því," sagði hann. Erum á réttri leið Að lokum hvatti hann landsfundarfulltrúa til að vinna vel og vera virk á þessum þriðja landsfundi Samfylkingarinnar. "Við erum á réttri leið og við skulum ekki láta persónukjör hér á fundinum trufla um of þau mikilvægu verk sem hér þarf að vinna. Höfum það hugfast að við eigum innan skamms brýnt erindi við kjósendur. Við erum hér á næstu þremur dögum að leggja drögin að komandi sigrum. Það eru málefnin, sannfæringin og samstaðan sem munu færa okkur sigrana," sagði Össur. "Sýnum samstöðu og eindrægni. Það eru mín helstu skilaboð til ykkar í upphafi þessarar sögulegu samkomu íslenskra jafnaðarmanna," sagði hann að lokum og var fagnað með standandi lófataki
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira