Samfylkingin vanbúin síðast 20. maí 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, telur að flokkurinn hafi farið vanbúinn út í kosningabaráttuna fyrir síðustu alþingiskosningar, árið 2003. Þetta kom fram í ræðu hennar á Landsfundi Samfylkingarinnar, sem hófst í gær, en þar kynnti hún skýrslu Framtíðarhóps flokksins. Hún sagði að ekki hefði verið gefinn nægur gaumur að stefnuvinnu í flokknum og því hefði Samfylkingin ekki verið nægilega skýr kostur fyrir kjósendur og flokkinn hefði skort ákveðinn trúverðugleika. "Á þessu höfum við lært. Mikil stefnumótunarvinna hefur verið í gangi, bæði hjá Framtíðarhópi og heilbrigðishópi," sagði Ingibjörg. Hún sagði að þegar Samfylkingin hefði ákveðið að setja á stofn framtíðarhóp hefði flokkurinn brotið upp það form sem er hefðbundið og gamalreynt í íslenskum stjórnmálum. Það hefði verið nauðsynlegt því að ekki sé lengur hægt að endurnýta svör og stefnumál síðustu aldar. "Fólk vill málefnalega pólitík. Það kýs málefnalega stjórnmálaflokka og eins og við vitum: Íslendingar eru jafnaðarmenn. Það þarf bara að rifja það upp fyrir þeim," sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagði að vinna af því tagi sem Framtíðarhópurinn hefði unnið þyrfti að vera óaðskiljanlegur hluti af venjulegu flokksstarfi. Hún þyrftiþó ekki að fara fram á því formi sem Framtíðarhópurinn er, heldur gæti hún farið fram til að mynda í nokkurs konar skuggaráðuneytum. "Ég tel ástæðu til að skoða hvort Samfylkingin eigi að mynda slík ráðuneyti sem byggi þá á okkar eigin forsendum í skiptingu málasviða," sagði Ingibjörg. "Hvernig svo sem þessari vinnu er háttað þá verður hún að halda áfram. Hún er forsenda þess að flokkurinn komi fram með sterka ímynd, skýra sýn og vel afmarkaða stefnu fyrir kosningar," sagði hún. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, telur að flokkurinn hafi farið vanbúinn út í kosningabaráttuna fyrir síðustu alþingiskosningar, árið 2003. Þetta kom fram í ræðu hennar á Landsfundi Samfylkingarinnar, sem hófst í gær, en þar kynnti hún skýrslu Framtíðarhóps flokksins. Hún sagði að ekki hefði verið gefinn nægur gaumur að stefnuvinnu í flokknum og því hefði Samfylkingin ekki verið nægilega skýr kostur fyrir kjósendur og flokkinn hefði skort ákveðinn trúverðugleika. "Á þessu höfum við lært. Mikil stefnumótunarvinna hefur verið í gangi, bæði hjá Framtíðarhópi og heilbrigðishópi," sagði Ingibjörg. Hún sagði að þegar Samfylkingin hefði ákveðið að setja á stofn framtíðarhóp hefði flokkurinn brotið upp það form sem er hefðbundið og gamalreynt í íslenskum stjórnmálum. Það hefði verið nauðsynlegt því að ekki sé lengur hægt að endurnýta svör og stefnumál síðustu aldar. "Fólk vill málefnalega pólitík. Það kýs málefnalega stjórnmálaflokka og eins og við vitum: Íslendingar eru jafnaðarmenn. Það þarf bara að rifja það upp fyrir þeim," sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagði að vinna af því tagi sem Framtíðarhópurinn hefði unnið þyrfti að vera óaðskiljanlegur hluti af venjulegu flokksstarfi. Hún þyrftiþó ekki að fara fram á því formi sem Framtíðarhópurinn er, heldur gæti hún farið fram til að mynda í nokkurs konar skuggaráðuneytum. "Ég tel ástæðu til að skoða hvort Samfylkingin eigi að mynda slík ráðuneyti sem byggi þá á okkar eigin forsendum í skiptingu málasviða," sagði Ingibjörg. "Hvernig svo sem þessari vinnu er háttað þá verður hún að halda áfram. Hún er forsenda þess að flokkurinn komi fram með sterka ímynd, skýra sýn og vel afmarkaða stefnu fyrir kosningar," sagði hún.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira