Búist við sigri Ingibjargar 20. maí 2005 00:01 Búist er við að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sigri í formannskjöri Samfylkingarinnar en úrslit verða tilkynnt á landsfundi flokksins á hádegi í dag. Tveir hafa tilkynnt um framboð til embættis varaformanns: þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson og Lúðvík Bergvinsson. Þá herma heimildir blaðsins að Björgvin G. Sigurðsson þingmaður munií dag tilkynna um framboð sitt í varaformannssæti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Jóhanna Sigurðardóttir, sem hefur sagst vera að íhuga framboð, afráðið að gefa ekki kost á sér. Ástæðan sé einna helst sú að í tveimur helstu forystusætum flokksins verði að vera einstaklingar af báðum kynjum. Sama ástæða er sögð fyrir því að einungis karlmenn hafi gefið kost á sér í varaformannsembættið. Það muni þó breytast ef svo ólíklega vilji til að Össur beri sigurorð af Ingibjörgu Sólrúnu í formannskjörinu. Þá verði gerð kraa á konu sem varaformann. Ein þeirra sem nefnd hefur verið í því samhengi er þingmaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi í gær undirbúning Samfylkingarinnar fyrir síðustu alþingiskosningar. Er hún kynnti skýrslu Framtíðarhóp Samfylkingarinnar sagði Ingibjörg Sólrún að flokkurinn hefði farið vanbúinn út í kosningabaráttuna. Ekki hefði verið gefinn nægur gaumur að stefnuvinnu. Samfylkingin hafi því ekki verið nægilega skýr kostur fyrir kjósendur og skort ákveðinn trúverðugleika. Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, hvatti flokksmenn í setningarræðu sinni til að snúa bökum saman. "Á þessum fundi leggjum við niður allar deilur, hvort sem við höfum komið hingað sem liðsmenn Össurar eða Ingibjargar," sagði hann. Alls eru 1200 landsfundarfulltrúar skráðir á þriðja landsfund Samfylkingarinnar sem standa mun fram á sunnudag. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Búist er við að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sigri í formannskjöri Samfylkingarinnar en úrslit verða tilkynnt á landsfundi flokksins á hádegi í dag. Tveir hafa tilkynnt um framboð til embættis varaformanns: þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson og Lúðvík Bergvinsson. Þá herma heimildir blaðsins að Björgvin G. Sigurðsson þingmaður munií dag tilkynna um framboð sitt í varaformannssæti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Jóhanna Sigurðardóttir, sem hefur sagst vera að íhuga framboð, afráðið að gefa ekki kost á sér. Ástæðan sé einna helst sú að í tveimur helstu forystusætum flokksins verði að vera einstaklingar af báðum kynjum. Sama ástæða er sögð fyrir því að einungis karlmenn hafi gefið kost á sér í varaformannsembættið. Það muni þó breytast ef svo ólíklega vilji til að Össur beri sigurorð af Ingibjörgu Sólrúnu í formannskjörinu. Þá verði gerð kraa á konu sem varaformann. Ein þeirra sem nefnd hefur verið í því samhengi er þingmaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi í gær undirbúning Samfylkingarinnar fyrir síðustu alþingiskosningar. Er hún kynnti skýrslu Framtíðarhóp Samfylkingarinnar sagði Ingibjörg Sólrún að flokkurinn hefði farið vanbúinn út í kosningabaráttuna. Ekki hefði verið gefinn nægur gaumur að stefnuvinnu. Samfylkingin hafi því ekki verið nægilega skýr kostur fyrir kjósendur og skort ákveðinn trúverðugleika. Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, hvatti flokksmenn í setningarræðu sinni til að snúa bökum saman. "Á þessum fundi leggjum við niður allar deilur, hvort sem við höfum komið hingað sem liðsmenn Össurar eða Ingibjargar," sagði hann. Alls eru 1200 landsfundarfulltrúar skráðir á þriðja landsfund Samfylkingarinnar sem standa mun fram á sunnudag.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira