Viðskipti innlent

38 milljarða halli á vöruskiptum

Íslendingar fluttu út vörur fyrir rúma 202 milljarða króna árið 2004 en inn fyrir rúmlega 240 milljarða. Halli á vöruskiptum við útlönd nam því 38 milljörðum á síðasta ári. Þetta kemur fram í heftinu Utanríkisverslun með vörur 2004. Þar segir að útflutningur hafi aukist um 11% frá fyrra ári en innflutningur um tuttugu af hundraði. Sjávarafurðir voru um 60% af útflutningi en mest var flutt inn af hrá- og rekstrarvörum og neysluvörum. Stærstu viðskiptalöndin í inn- og útflutningi voru Bretland, Þýskaland, Holland, Bandaríkin og Noregur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×