Dómur styttur vegna ónógra sannana 19. maí 2005 00:01 Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari vildi sýkna þá bræður. MYND/E.Ól Hæstiréttur stytti í dag fangelsisdóm yfir Rúnari Ben Maitsland og tvíburabróður hans, Davíð Ben Maitsland, vegna ónógra sönnunargagna. Þeim er gefið að sök að hafa smyglað til landsins um 30 kílóum af hassi, sem aldrei var lagt hald á. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari vildi sýkna þá bræður. Í héraðsdómi var Rúnar Ben dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir innflutning á fíkniefnunum. Dómur Hæastaréttar hljóðar upp á fjögur og hálft ár. Þá var fangelsisdómur yfir Davíð Ben styttur úr fjóru og hálfu ári í þrjú. Hvorugur sakborninga var viðstaddur dómsuppkvaðningu en Rúnar Ben afplánar enn fimm ára fangelsisdóm vegna stórs fíkniefnamáls sem dæmt var í árið 2003. Dómurinn í dag er einn angi þess máls og tengist þýsk-íslenskum smyglhring. Rúnari Ben er gefið að sök að hafa staðið fyrir innflutningi á 27 kílóum af kannabisefnum frá Þýskalandi í tíu ferðum af flugfarþegum um Keflavíkurflugvöll árið 2002 og af farþega með skipi um Seyðisfjarðarhöfn. Í samráði við Rúnar hafi Davíð Ben svo í sjö skipti tekið við 23 kílóum af efnunum. Efnin hafi svo verið seld, en götuverðmæti þeirra hafi verið um 50 milljónir króna. Bræðurnir neituðu sakargiftum og þar sem aldrei var lagt hald á efnin byggist dómurinn á margvíslegum gögnum sem bentu til sektar tvíburabræðranna, t.d. símhlerunum. Einn dómaranna, Jón Steinar Gunnlaugsson, skilaði sératkvæði í málinu og telur að ákæruvaldið hafi ekki sannað fíkniefnainnflutning bræðranna og ekki heldur að Davíð Ben hafi tekið við efnunum eða að þeir hafi selt þau. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Hæstiréttur stytti í dag fangelsisdóm yfir Rúnari Ben Maitsland og tvíburabróður hans, Davíð Ben Maitsland, vegna ónógra sönnunargagna. Þeim er gefið að sök að hafa smyglað til landsins um 30 kílóum af hassi, sem aldrei var lagt hald á. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari vildi sýkna þá bræður. Í héraðsdómi var Rúnar Ben dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir innflutning á fíkniefnunum. Dómur Hæastaréttar hljóðar upp á fjögur og hálft ár. Þá var fangelsisdómur yfir Davíð Ben styttur úr fjóru og hálfu ári í þrjú. Hvorugur sakborninga var viðstaddur dómsuppkvaðningu en Rúnar Ben afplánar enn fimm ára fangelsisdóm vegna stórs fíkniefnamáls sem dæmt var í árið 2003. Dómurinn í dag er einn angi þess máls og tengist þýsk-íslenskum smyglhring. Rúnari Ben er gefið að sök að hafa staðið fyrir innflutningi á 27 kílóum af kannabisefnum frá Þýskalandi í tíu ferðum af flugfarþegum um Keflavíkurflugvöll árið 2002 og af farþega með skipi um Seyðisfjarðarhöfn. Í samráði við Rúnar hafi Davíð Ben svo í sjö skipti tekið við 23 kílóum af efnunum. Efnin hafi svo verið seld, en götuverðmæti þeirra hafi verið um 50 milljónir króna. Bræðurnir neituðu sakargiftum og þar sem aldrei var lagt hald á efnin byggist dómurinn á margvíslegum gögnum sem bentu til sektar tvíburabræðranna, t.d. símhlerunum. Einn dómaranna, Jón Steinar Gunnlaugsson, skilaði sératkvæði í málinu og telur að ákæruvaldið hafi ekki sannað fíkniefnainnflutning bræðranna og ekki heldur að Davíð Ben hafi tekið við efnunum eða að þeir hafi selt þau.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent