Grunaður um skipulagða þrælasölu 18. maí 2005 00:01 Karlmaður á fimmtugsaldri sem ferðaðist hingað til lands með fjórum ungmennum var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær. Maðurinn hefur verið með þau á ferðalagi í tvo mánuði og var á leiðinni til Orlando. Grunur leikur á því að um skipulagða þrælasölu sé að ræða. Þrjár stúlkur og einn strákur sem eru í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli eru á aldrinum 18 til 22 ára. Þau eru með vegabréf útgefin í Singapúr. Þau voru á leið frá Lundúnum til Orlando í Bandaríkjunum ásamt fylgdarmanni á fimmtugsaldri. Aðspurður um það hvort grunur sé um skipulagða þrælasölu segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, að í huga lögregluyfirvalda sé ekki vafi á því að um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi. Hvað sé nákvæmlega á ferðinni, hvort um sé að ræða smygl á fólki eða mansal, viti lögreglan ekki á þessari stundu. Farþegar sem eru á leið frá Lundúnum til Bandaríkjanna í gegnum Ísland fara ekki í gegnum almenna vegabréfaskoðun hér á landi. Jóhann segir að lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli hafi grunað að þessi leið sé notuð við að koma fólki sem selt sé til Bandaríkjanna þangað og þess vegna séu farþegar beðnir um að framvísa vegabréfi við komuna hingað til lands. Í slíkri leit fannst þetta fólk. Aðspurður hvort grunur leiki á því að fólkið hafi verið á leið í vændi í Bandaríkjunum segir Jóhann ómögulegt að segja til um hvert hlutskipti fólksins hefði verið. Málið sé í frumrannsókn en óneitanlega fái hann vont bragð í munninn þegar hann líti á mál sem þessi. Fólkið sem stöðvað var hefur verið á ferðalagi frá því um miðjan mars og það hefur sýnt vegabréfin sín að minnsta kosti fjórum eða fimm sinnum. Að sögn Jóhanns er fólkið að öllum líkindum ekki með fölsuð vegabréf heldur eru þau að öllum líkindum stolin því myndirnar í vegabréfinu eru líkar fólkinu sjálfu. Hann segir almennt séu svona mál þannig vaxið að það þurfi marga til að skipuleggja ferðaleiðir og útvega vegabréf og fylgdarmenn, sem séu mismunandi á hverjum fluglegg. Yfirheyrslur standa nú yfir fólkinu með aðstoð túlka. Jóhann segir málið tekið skref fyrir skref og það verði að koma í ljós hver framvinda þess verði. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri sem ferðaðist hingað til lands með fjórum ungmennum var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær. Maðurinn hefur verið með þau á ferðalagi í tvo mánuði og var á leiðinni til Orlando. Grunur leikur á því að um skipulagða þrælasölu sé að ræða. Þrjár stúlkur og einn strákur sem eru í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli eru á aldrinum 18 til 22 ára. Þau eru með vegabréf útgefin í Singapúr. Þau voru á leið frá Lundúnum til Orlando í Bandaríkjunum ásamt fylgdarmanni á fimmtugsaldri. Aðspurður um það hvort grunur sé um skipulagða þrælasölu segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, að í huga lögregluyfirvalda sé ekki vafi á því að um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi. Hvað sé nákvæmlega á ferðinni, hvort um sé að ræða smygl á fólki eða mansal, viti lögreglan ekki á þessari stundu. Farþegar sem eru á leið frá Lundúnum til Bandaríkjanna í gegnum Ísland fara ekki í gegnum almenna vegabréfaskoðun hér á landi. Jóhann segir að lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli hafi grunað að þessi leið sé notuð við að koma fólki sem selt sé til Bandaríkjanna þangað og þess vegna séu farþegar beðnir um að framvísa vegabréfi við komuna hingað til lands. Í slíkri leit fannst þetta fólk. Aðspurður hvort grunur leiki á því að fólkið hafi verið á leið í vændi í Bandaríkjunum segir Jóhann ómögulegt að segja til um hvert hlutskipti fólksins hefði verið. Málið sé í frumrannsókn en óneitanlega fái hann vont bragð í munninn þegar hann líti á mál sem þessi. Fólkið sem stöðvað var hefur verið á ferðalagi frá því um miðjan mars og það hefur sýnt vegabréfin sín að minnsta kosti fjórum eða fimm sinnum. Að sögn Jóhanns er fólkið að öllum líkindum ekki með fölsuð vegabréf heldur eru þau að öllum líkindum stolin því myndirnar í vegabréfinu eru líkar fólkinu sjálfu. Hann segir almennt séu svona mál þannig vaxið að það þurfi marga til að skipuleggja ferðaleiðir og útvega vegabréf og fylgdarmenn, sem séu mismunandi á hverjum fluglegg. Yfirheyrslur standa nú yfir fólkinu með aðstoð túlka. Jóhann segir málið tekið skref fyrir skref og það verði að koma í ljós hver framvinda þess verði.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira