Sögð of þung til að ættleiða barn 18. maí 2005 00:01 Kona hefur stefnt íslenska ríkinu vegna synjunar dómsmálaráðherra á umsókn hennar til að ættleiða barn frá Kína. Synjunin er byggð á því að konan sé yfir kjörþyngd, auk þess sem aldur hennar er tiltekinn. Þetta er fyrsta dómsmál sinnar tegundar hérlendis og hefst málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan er nú 47 ára, einhleyp og barnlaus. Hún lagði fram umsókn um svokallað forsamþykki til ættleiðingar á síðari hluta árs 2003. Taldi hún það fyllilega raunhæft eftir að einhleypu fólki var gert auðveldara en áður að ættleiða barn með lagabreytingu 1999. Konan er alin upp í stórum systkinahóp og á bróður sem er þroskaheftur. Tók hún mikinn þátt í umönnun hans og ber enn fulla ábyrgð á bróður sínum. Konan hefur lokið kennara og sérkennaranámi frá Kennaraháskóla Íslands sem og stjórnunarnámi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands. Hún hefur starfað sem kennari og deildarstjóri hjá Fjölmennt. Hún býr í eigin íbúð við góðan og stöðugan fjárhag og hefur aðstæður til að vinna mikið heima við. Með öðrum umsóknargögnum hafði hún skilað til ráðuneytisins heilbrigðisvottorði frá hjartalækni þar sem hann hafði metið áhættu af hjarta- og æðasjúkdómum vegna yfirþyngdarvanda hennar. Læknirinn fann engin merki um slíkt. Í desember 2003 fól dómsmálaráðuneytið barnaverndarnefnd í héraði að kanna hagi konunnar. Benti ráðuneytið nefndinni "á meint yfirþyngdarvandamál stefnanda..." að því er segir í stefnu. Eftir að hafa skoðað málið mælti barnaverndarnefndin með því að konan fengi að ættleiða. Í mars 2004 leitaði ráðuneytið álits ættleiðingarnefndar og benti það nefndinni einnig sérstaklega á að konan væri yfir kjörþyngd. Öfugt á við barnaverndarnefndina mælti ættleiðingarnefndin gegn því að konan fengi að ætleiða. Í júlí 2004 hafnaði ráðuneytið svo umsókn konunnar. Konan gerir þá kröfu fyrir dómi, að úrskurður ráðuneytisins verði felldur úr gildi. Einnig að viðurkennt verði með dómi að hún uppfylli öll skilyrði til að fá að ættleiða barn frá útlöndum. "Byggir stefnandi á því að stjórnvaldsákvörðun ráðuneytisins þannig byggð á geðþóttaákvörðunum og fordómum og standist hvorki lög né rök," segir í stefnunni. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kona hefur stefnt íslenska ríkinu vegna synjunar dómsmálaráðherra á umsókn hennar til að ættleiða barn frá Kína. Synjunin er byggð á því að konan sé yfir kjörþyngd, auk þess sem aldur hennar er tiltekinn. Þetta er fyrsta dómsmál sinnar tegundar hérlendis og hefst málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan er nú 47 ára, einhleyp og barnlaus. Hún lagði fram umsókn um svokallað forsamþykki til ættleiðingar á síðari hluta árs 2003. Taldi hún það fyllilega raunhæft eftir að einhleypu fólki var gert auðveldara en áður að ættleiða barn með lagabreytingu 1999. Konan er alin upp í stórum systkinahóp og á bróður sem er þroskaheftur. Tók hún mikinn þátt í umönnun hans og ber enn fulla ábyrgð á bróður sínum. Konan hefur lokið kennara og sérkennaranámi frá Kennaraháskóla Íslands sem og stjórnunarnámi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands. Hún hefur starfað sem kennari og deildarstjóri hjá Fjölmennt. Hún býr í eigin íbúð við góðan og stöðugan fjárhag og hefur aðstæður til að vinna mikið heima við. Með öðrum umsóknargögnum hafði hún skilað til ráðuneytisins heilbrigðisvottorði frá hjartalækni þar sem hann hafði metið áhættu af hjarta- og æðasjúkdómum vegna yfirþyngdarvanda hennar. Læknirinn fann engin merki um slíkt. Í desember 2003 fól dómsmálaráðuneytið barnaverndarnefnd í héraði að kanna hagi konunnar. Benti ráðuneytið nefndinni "á meint yfirþyngdarvandamál stefnanda..." að því er segir í stefnu. Eftir að hafa skoðað málið mælti barnaverndarnefndin með því að konan fengi að ættleiða. Í mars 2004 leitaði ráðuneytið álits ættleiðingarnefndar og benti það nefndinni einnig sérstaklega á að konan væri yfir kjörþyngd. Öfugt á við barnaverndarnefndina mælti ættleiðingarnefndin gegn því að konan fengi að ætleiða. Í júlí 2004 hafnaði ráðuneytið svo umsókn konunnar. Konan gerir þá kröfu fyrir dómi, að úrskurður ráðuneytisins verði felldur úr gildi. Einnig að viðurkennt verði með dómi að hún uppfylli öll skilyrði til að fá að ættleiða barn frá útlöndum. "Byggir stefnandi á því að stjórnvaldsákvörðun ráðuneytisins þannig byggð á geðþóttaákvörðunum og fordómum og standist hvorki lög né rök," segir í stefnunni.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira