Viðskipti innlent

Leggja stærstu hitaveitu í heimi

Fulltúar fyrirtækjanna Enex hf., Orkuveitu Reykjavíkur og Íslandsbanka hf. skrifuðu í morgun undir samkomulag um að leggja stærstu jarðvarmahitaveitu í heimi í nýtt hverfi sem á að rísa í borginni Xianyang í Kína. Gert er ráð fyrir að hitaveitan nái í fyrstu til 100 til 150 þúsund íbúa en síðan þegar hverfið hefur verið stækkað verða íbúarnir um 400 þúsund. Þá undirrituðu Flugleiðir og Air China samning um leigu síðarnefnda félagsins á fimm flugvélum af gerðinni Boeing 737-800, til átta ára. Samningurinn mun vera á milli ellefu og tólf milljarða króna virði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×